Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum okkar förum við ítarlega yfir fund þríeykisins í dag þar sem greint var frá því að átta manns hefðu bæst í hóp smitaðra af kórónuveirunni frá því í gær. Þórólfur Guðnason vill að rannsakað verði hvort veiran sem fólk er að smitast af þessa dagana sé eitthvað veikari en sá stofn sem fólk smitaðist af í vor. 3.8.2020 18:00
Jóhann Karl yfirgefur Spán vegna fjársvikamáls Fyrrverandi konungur Spánar, Jóhann Karl, segir í bréfi stíluðu á son sinn Filippus VI. Spánarkonung að hann hyggist yfirgefa Spán vegna ásakana um fjárhagslegt misferli. Bréfið var birt á vef spænsku konungsfjölskyldunnar í dag. 3.8.2020 17:43
Tugir farþega norsks skemmtiferðaskips smitaðir Norsk heilbrigðisyfirvöld segja að að minnsta kosti 41 hafi greinst með kórónuveiruna um borð í skemmtiferðaskipinu MS Roald Amundsen sem er nú við höfn í Tromsø í Norður-Noregi. 3.8.2020 16:49
Þrif á orgeli Notre Dame munu taka fjögur ár Vinna er hafin við þrif á kirkjuorgeli Notre Dame kirkjunnar í París eftir brunann í kirkjunni í fyrra. Þrífa þarf hverja einustu pípu orgelsins og hefur því verið hafist handa að taka orgelið í sundur. 3.8.2020 15:50
Bátur vélarvana á Skjálfanda Björgunarskip slysavarnafélagsins Landsbjargar á Siglufirði var kallað út í dag eftir að aðstoðarbeiðni barst frá vélarvana báti á Skjálfanda. 3.8.2020 15:16
Tímabært að rannsaka hvort veiran sé vægari en í vetur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir tímabært að rannsakað verði hvort að kórónuveiran sé vægari núna en fyrr í vetur. 3.8.2020 14:46
Á þriðja tug fanga lést í árás Íslamska ríkisins Hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árás sem gerð var á fangelsi í afgönsku borginni Jalalabad þar sem að minnsta kosti 21 fangi lét lífið. 3.8.2020 12:51
Alvarlega slösuð eftir að hafa verið kramin af hnúfubökum Áströlsk kona á þrítugsaldri slasaðist alvarlega á meðan hún synti með Hnúfubökum ásamt hópi ferðamanna fyrir utan strendur Vestur-Ástralíu. 3.8.2020 11:33
Veiðiþjófur í ellefu ára fangelsi vegna górilludráps Veiðiþjófur hefur verið dæmdur til ellefu ára fangelsisvistar í Afríkuríkinu Úganda eftir að hafa játað að hafa drepið silfurbaksgórilluna Rafiki. 30.7.2020 22:48
Samflokksmenn Trump hafna hugmyndum um frestun kosninganna Leiðtogar Repúblikanaflokksins í báðum deildum Bandaríkjaþings hafa hafnað tillögu Bandaríkjaforseta um að forsetakosningunum sem fara fram í nóvember verði frestað vegna áhyggja af kosningasvindli. 30.7.2020 21:27