Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Um sex hundruð miðar með orðsendingum sem fundust á heimili Margrétar Höllu Hansdóttur Löf og foreldra hennar, þar sem hún myrti föður sinn, vöktu sérstaka athygli rannsóknarlögreglumanna. Svo virðist sem samskipti fjölskyldunnar hafi að miklu leyti farið fram í gegnum miðasendingar og sumar þeirra eru æði hrottalegar. 17.12.2025 14:57
Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins Í þágu rannsóknar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti karlsmanns í heimahúsi í Kópavogi í lok nóvember leitar embættið eftir myndefni frá vegfarendum sem fóru um bifreiðastæði við Kópavogslaug og göturnar Skjólbraut, Borgarholtsbraut, Meðalbraut og Kópavogsbraut föstudaginn 28. nóvember frá klukkan 18 og til miðnættis. 17.12.2025 13:23
Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Forseti Alþingis hefur ákveðið að starfsáætlun Alþingis sé fallin úr gildi frá og með deginum í dag. Samkvæmt henni átti síðasti þingfundur vetrarins að fara fram í dag. 17.12.2025 12:18
Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Heiðar Guðjónsson fjárfestir hefur staðfest að hann stefni á framboð til stjórnar Íslandsbanka en hann er stærsti einkafjárfestirinn í hluthafahópi bankans. Hann segist hafa fundist vanta tilfinnanlega rödd hluthafa inn í stjórn bankans og tekur sem dæmi síðasta hluthafafund, þar sem aðeins einn hluthafi tók til máls. „Hvaða sirkus er þetta?“ segist hann hafa spurt sig á fundinum. 17.12.2025 11:55
Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Gæsluvarðhald yfir karlmanni um þrítugt í tengslum við andlát manns í Kópavogi hefur verið framlengt til 13. janúar næstkomandi. Hann sætir gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 17.12.2025 10:28
Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Landsréttur hefur ógilt sýknudóm konu, sem ákærð var fyrir að hafa fengið erlendan sérfræðing til að skera forhúð af getnaðarlim sautján mánaða sonar hennar. Landsréttur taldið að dómari við Héraðsdóm Norðurlands eystra hefði ekki getað lagt mat á það hvort umskurnin hefði ógnað lífi eða velferð drengsins á aðkomu sérfróðs meðdómsmanns. Málið fer því aftur til meðferðar í héraðsdómi. 16.12.2025 16:54
„Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Þingmenn héldu áfram að takast á um bandorminn svokallaða í þinginu í dag en aðrar umræður hafa nú staðið í vel á annan tug klukkustunda. Það þýðir að aðrar umræður eru orðnar lengri en aðrar umræður um bandorma síðustu tíu þinga á undan, samanlagt. Þetta setti forsætisráðherra út á og sagði greinilegt að máli skipti hvort fólk væri í meiri- eða minnihluta þegar það ræddi hagstjórnarmál. „Yfirlætisráðherra“ kallaði þingmaður Sjálfstæðisflokksins hann fyrir vikið. 16.12.2025 15:51
Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Margrét Halla Hansdóttir Löf hefur verið dæmd í 16 ára fangelsi fyrir að hafa banað föður sínum og gert tilraun til að bana móður sinni á heimili þeirra við Súlunes á Arnarnesinu í Garðabæ í apríl síðastliðnum. 16.12.2025 15:30
Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Stjórn Pírata í Kópavogi hefur tekið ákvörðun um að bjóða ekki fram lista Pírata í sveitarstjórnarkosningunum í Kópavogi vor. 16.12.2025 13:03
Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi hefur sagt skilið við borgarstjórnarflokk Pírata og gengið til liðs við Samfylkinguna. Meirihlutinn í borgarstjórn mun áfram vinna saman. Alexandra Briem verður oddviti Pírata og formaður borgarráðs. Dóra Björt tekur á móti við formennsku í stafrænu ráði borgarinnar og tekur sæti Hjálmars Sveinssonar í borgarráði. 16.12.2025 11:32