Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Elkem hefur tilkynnt að dregið verði úr framleiðslu í járnblendiverksmiðjum félagsins í Rana í Noregi og á Grundartanga. Forstjóri Elkem á Íslandi segir að í versta falli verði slökkt á einum þriggja ofna á Grundartanga í fimmtíu til sextíu daga. Hann voni þó að ekki þurfi að koma til þess. Þá verði engum sagt upp hjá félaginu. 20.10.2025 14:55
Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Sigríður Erla Sturludóttir hefur sagt upp störfum sem starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Nú hafa fjórir starfsmenn ýmist sagt upp eða verið sagt upp störfum síðan Guðrún Hafsteinsdóttir varð formaður flokksins. Unnur Brá Konráðsdóttir hefur verið ráðin til starfa fyrir þingflokkinn, sem hún sat á þingi fyrir í fjölda ára. 20.10.2025 14:05
Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur ákveðið að falla frá reglugerðarbreytingu sem hefði valdið því að bændur þyrftu meirapróf til að nota dráttarvélar sínar. 20.10.2025 14:04
Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Allur rekstur systurfélaganna Nathan & Olsen og Ekrunnar hefur verið sameinaður undir heitinu Nathan. 20.10.2025 11:34
Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Um klukkan hálf ellefu hófst kröftug hrina jarðskjálfa í Mýrdalsjökli. Nokkrir skjálftar mældust yfir þremur að stærð og þeim hafa fylgt nokkrir eftirskjálftar. 20.10.2025 11:04
Skikkar bændur í meirapróf Innviðaráðherra hefur birt drög að reglugerðarbreytingu, sem fela í sér að bændur þurfa framvegis að taka meirapróf til þess að mega aka dráttarvélum sínum. Bændur mótmæla áformunum harðlega. 20.10.2025 10:49
Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Fréttamaður á Ríkisútvarpinu hefur látið af störfum vegna ásakana um áreitni í garð kvenkyns samstarfsmanna hans. 17.10.2025 16:32
Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Persónuvernd telur forsætisráðuneytinu hafa verið heimilt að upplýsa Ásthildi Lóu Þórsdóttur, þáverandi barnamálaráðherra, um nafn Ólafar Björnsdóttur, sem hafði óskað eftir fundi með forsætisráðherra. Ásthildur Lóa eignaðist barn 23 ára gömul með 16 ára fyrrverandi tengdasyni Ólafar. Hún taldi Ásthildi Lóu ekki stætt í embætti vegna þess. 17.10.2025 15:14
Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir of snemmt að segja til um það hvort hún muni undirrita tillögu um náðun Mohamads Kourani, fallist náðunarnefnd á að náða hann. Náðunarnefnd sé sjálfstæð og hún hafi enga innsýn inn í störf hennar. 17.10.2025 14:42
Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Páll Baldvin Baldvinsson býður sig fram til formanns stjórnar Leikfélags Reykjavíkur. Kjörnefnd félagsins hefur þegar lagt fram tillögu að lista með Magnús Ragnarsson sem formannsefni. Því stefnir í kosningabaráttu um stjórnina. 17.10.2025 13:25