varafréttastjóri

Atli Ísleifsson

Atli er varafréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Stormur eða hvass­viðri suðaustan­til

Veðurstofan gerir ráð fyrir norðan og norðaustan 8 til 15 metrum á sekúndu, en 15 til 23 metrum, hvassviðri eða stormi, suðaustantil í dag. Gera má ráð fyrir hviðum allt að 40 metrum á sekúndu við fjöll, hvassast austan Öræfa.

Ragn­hildur til Datera

Ragnhildur Pétursdóttir er nýr birtingaráðgjafi hjá Datera. Ragnhildur kemur frá auglýsingastofunni EnnEmm.

Svöl norðan­átt og hálka á vegum

Öflug hæð yfir Grænlandi og lægðasvæði yfir Bretlandseyjum beina nú svalri norðanátt til landsins sem gefur él á norðanverðu landinu en bjartviðri sunnan heiða.

Réðst á opin­beran starfs­mann

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynnt var um mann sem hafði beitt opinberan starfsmann ofbeldi í hverfi 201 í Kópavogi. Maðurinn var handtekinn vegna málsins og er hann vistaður í fangageymslu sökum ástands síns. 

Al­var­legt um­ferðar­slys austan við Klaustur

Alvarlegt umferðarslys varð á hringveginum við Krossá nærri Núpsstað austan við Kirkjubæjarklaustur þegar bíll valt rétt fyrir klukkan sjö í morgun. Tveir voru um borð í bílnum.

Veru­lega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls

Reikna má með að starfsemi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins verði verulega skert föstudaginn 24. október næstkomandi vegna boðaðs kvennaverkfalls. Heilsugæslustöðvar verða opnar en munu eingöngu sinna bráðum erindum þennan dag.

Sjá meira