Þorgerður Katrín bregst við gagnrýni: „Þessi leiðu mistök breyta hins vegar ekki stóru myndinni“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar viðurkennir að hafa ranglega sagt formann Samtaka fyrirtækja í landbúnaði og aðstoðarforstjóra Kaupfélags Skagfirðinga vera heiðursræðismann Rússa á Íslandi. Um er að ræða forstöðumann kjötafurðarstöðvar Kaupfélags Skagfirðinga sem samhliða störfum sínum fyrir Kaupfélagið er heiðursræðismaður Rússlands hér á landi. 11.6.2023 14:01
Einstakar myndir sýna sögu Háskólabíós í gegnum tíðina Nýlega var tilkynnt um að hætt verði rekstri kvikmyndahúss í Háskólabíó en þar með lýkur rúmlega 60 ára sögu bíósýninga í þessu sögufræga húsi. Ef marka má viðbrögð á samfélagsmiðlum er ljóst að Háskólabíó skipar stóran sess í huga marga Íslendinga. 11.6.2023 10:01
„Reyndu að segja mér að þetta sé ekki sexist“ „Ég er búin að vera að berjast með kjafti og klóm frá því ég var í Ísland Got Talent [12 ára]. Ég ætlaði að ná langt. Mér líður eins og ég sé búin að vera allsstaðar af því ég er búin að setja alla lífsorkuna mína í þetta.“ segir Diljá Pétursdóttir sem segist loksins hafa fengið tækifæri til að skína fyrir framan alþjóð, og heiminn allan, í Söngvakeppninni og svo sem fulltrúi Íslands í Eurovision. Diljá segir frá þessu í viðtali í hlaðvarpinu Karlmennskan. 10.6.2023 18:00
Alvarlegt bílslys á Suðurlandsvegi Alvarlegt bílslys varð á fimmta tímanum í dag, á Suðurlandsvegi milli Hveragerðis og Selfoss. 10.6.2023 17:13
Átján mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart stjúpdóttur Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í eins og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barni og stórfellt brot í nánu sambandi. 10.6.2023 16:40
Endurmenntun endurræður Kristján og harmar óþægindin Gert hefur verið samkomulag við Kristján Hreinsson um að hann ljúki kennslu ritlistarnámskeiðsins Skáldsagnaskrif, sem hófst í maí og lýkur í september næstkomandi hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. 10.6.2023 15:54
Segja ákvörðunina eiga eftir að eyðileggja allt samstarf Rússlands og Íslands And-rússneskum ákvörðunum íslenskra ráðamanna verður óhjákvæmilega svarað. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem rússneska utanríkisráðuneytið birti í dag í kjölfar ákvörðunar Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur, utanríkisráðherra, um að leggja niður starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu, senda sendiherra Rússlands á Íslandi heim og draga þar með úr diplómatískum samskiptum ríkjanna. 10.6.2023 15:17
Saka Þorgerði Katrínu um rógburð og krefjast afsökunarbeiðni Samtök fyrirtækja í landbúnaði segja Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann Viðreisnar hafa gefið í skyn í umræðum á Alþingi í gær að samtökin styddu ekki við Úkraínumenn í baráttu sinni gegn innrás Rússlands. 10.6.2023 15:05
Lýst eftir 46 ára karlmanni í tengslum við rannsókn lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Krzystof Dariusz Krzeminski, 46 ára, vegna máls sem hún hefur til rannsóknar. 10.6.2023 14:56
Íslendingur ákærður fyrir líkamsárás og rán í Danmörku 33 ára Íslendingur var handtekinn vegna líkamsárásar og ráns í dönsku borginni Hróarskeldu þann 8. júní síðastliðinn. 10.6.2023 13:43