Fastur á elliheimili og fær ekki að flytja heim Fjölfatlaður 45 ára karlmaður er fastur á elliheimili því borgin neitar honum um heimaþjónustu sem hann fékk áður. Hann missir plássið eftir nokkrar vikur og veit ekki hvar hann endar. Baráttan hefur tekið sinn toll og telur hann sig hafa elst um tuttugu ár. 20.12.2021 19:00
Víðtæk leit stendur yfir að Almari á suðvesturhorni landsins Víðtæk leit stendur yfir að Almari Yngva Garðarssyni, 29 ára karlmanns, sem ekki hefur sést til síðan á aðfaranótt sunnudags. Lögregluembættin á suðvesturhorni landsins standa saman að leitinni auk Landhelgisgæslu og björgunarsveita. 20.12.2021 11:15
Hvetur fyrirtæki til að deila reynslu sinni verði þau fyrir tölvuárás Framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis ráðleggur forráðamönnum fyrirtækja að gera ráð fyrir að tölvukerfi þeirra hafi orðið fyrir tölvuárás. Öryggisbrestur sem uppgötvaðist fyrir nokkrum dögum muni valda skaða. 14.12.2021 20:00
Upplýsingar um landsmenn í hættu Hætta er á að persónugreinarlegar upplýsingar um landsmenn leki úr tölvukerfum að sögn framkvæmdastjóra Syndis. Afar mikilvægt sé að fyrirtæki og stofnanir vakti kerfin sín allan sólarhringinn og láti greina hvort að þær hafi verið sýktar af óprúttnum aðilum. 14.12.2021 12:01
Mælt með að börn sem hafa fengið Covid-19 fái líka bólusetningu Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að öllum fimm til ellefu ára börnum hér á landi verði boðin bólusetning gegn Covid 19. Sjúkdómurinn geti verið alvarlegur hjá börnum á þessum aldri og bólusetning minnki líkur á langtímaáhrifum. Bólusett verður í grunnskólum landsins. 13.12.2021 20:00
Gagnrýnir yfirvöld vegna úrræðaleysis gagnvart fátækum Hið opinbera þarf að gjörbreyta stefnu sinni gagnvart þeim sem stríða við fátækt að mati félagsráðgjafa hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Algjört úrræðaleysi hafi einkennt stefnu yfirvalda í málaflokknum. Það sé aðdáunarvert hvernig þeir sem minnst hafa komist af. 13.12.2021 19:00
Engar netárásir enn verið gerðar sem nýtt hafa Log4j Engar netárásir hafa enn verið gerðar hér á landi svo vitað sé sem nýtt hafa sér veikleikann Log4j. Áhyggjur eru uppi um að tölvuþrjótar muni nýta sér veikleikann til að koma fyrir vírusum á tölvukerfum. 13.12.2021 18:50
Telur of lítinn tíma til stefnu fyrir „Mílufrumvarp“ Fulltrúi minnihlutans í Þjóðaröryggisráði hefur miklar áhyggjur af því að gerð verði mistök við lagabreytingar sem eiga að tryggja þjóðaröryggi vegna sölu Mílu til erlends fjárfestingarfyrirtækis. Þá sé ekki nægilega skýrt hvort að lagabreytingin gildi um samninginn. 13.12.2021 12:59
Ætla að stórefla Konukot: Heimilislausar konur fá glæný smáhýsi Stórefla á starfsemi Konukots og tvær heimilislausar konur flytja brátt í glæný smáhýsi á vegum borgarinnar. 9.12.2021 19:01
Kostnaður vegna heimilislausra tvöfaldast frá 2019 Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna heimilislausra hefur tvöfaldast frá árinu 2019. Ákveðið hefur verið að bæta við styrkjum til Konukots þannig að heimilið þurfi ekki að reiða sig á sjálfboðaliða. 9.12.2021 13:33