„Alveg þess virði og nauðsynlegt að reyna þetta" Ekki er víst að varnargarðar, sem byrjað var að reisa ofan við Nátthaga nótt, muni duga til að koma í veg fyrir að hraun renni yfir Suðurstrandaveg. Einn af hönnuðum garðanna segir framkvæmdina mikilvæga tilraun sem vert sé að reyna. 14.5.2021 23:03
Stefna á fjölmennustu Þjóðhátíð sögunnar Eyjamenn eru stórhuga varðandi Þjóðhátíð 2021. Hún verður haldin um Verslunarmannahelgina og er reiknað með risahátíð að sögn formanns Þjóðhátíðarnefndar. 14.5.2021 11:01
„Ekki ólíklegt að það bætist eitthvað við af smitum“ Þrír greindust með veiruna á Sauðárkróki í gær en allir voru í sóttkví. Þrettán eru í einangrun í bænum en 256 eru í sóttkví. 13.5.2021 18:01
Vonast til að fara langt með að klára undirliggjandi sjúkdóma og forgangshópa í næstu viku Búist er við að bólusetningum fólks með undirliggjandi sjúkdóma verði lokið hér á landi í næstu viku. 13.5.2021 18:00
Vinamótin fá sýningardag Sérstakur þáttur bandarísku gamanþáttanna Friends hefur fengið sýningardag á streymisveitunni HBO Max. Þátturinn hefur fengið heitið Friends: The Reunion og verður sýndur 27. maí næstkomandi. 13.5.2021 17:40
Áætla að þrír til sjö milljarðar tapist árlega vegna tryggingasvika Áætlað er að þrír til sjö milljarðar tapist árlega vegna tryggingasvika á Íslandi. Vísbendingar eru um að fólk líti tryggingasvik ekki eins alvarlegum augum og önnur fjármunabrot, samkvæmt nýlegri könnun samtaka fjármálafyrirtækja. 13.5.2021 13:28
Indverska afbrigðið lúti sömu lögmálum og önnur afbrigði veirunnar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er vongóður um að Íslendingum muni takast vel við að hemja indverska afbrigði kórónuveirunnar. Máli sínu til stuðnings bendir hann á árangur Íslendinga við að hemja breska afbrigði veirunnar sem hefur greinst víða hér á landi. 13.5.2021 12:06
Ferðaþjónustan leggur línurnar fyrir kosningarnar Samtök ferðaþjónustunnar hafa sett fram aðgerðir til að hraða viðspyrnu ferðaþjónustunnar. Er það innlegg samtakanna fyrir komandi kosningabaráttu en framkvæmdastjórinn segir að fylgst verði með því hvernig flokkarnir taki tillögurnar. 13.5.2021 11:15
Segir að Íslendingurinn í Rauðagerðismálinu muni leita réttar síns „Þetta er enn eitt augljósa dæmið um hvernig lögreglan fer stundum offari í rannsóknum sínum og yfirlýsingum,“ segir Steinbergur Finnbogason lögmaður um rannsókn lögreglu á Rauðagerðismálinu. 11.5.2021 16:56
Þrír karlar og ein kona ákærð í Rauðagerðismálinu Þrír karlar og ein kona hafa verið ákærð í Rauðagerðismálinu. Þetta herma heimildir fréttastofu en fjórmenningarnir eru allir ákærðir fyrir 221. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp og á það að hafa verið unnið í samverknaði. 11.5.2021 15:57