Fréttamaður

Birgir Olgeirsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í fréttum okkar í kvöld fylgjumst við með nýjum vendingum á gosstöðvunum í Geldingadölum. Gríðarháar hrauntungur hafa komið upp úr virkum gíg sem sjást alla leið til Reykjavíkur. Fólki var vísað frá í dag vegna gjósku og gasmengunar.

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Opna þarf nýtt sóttkvíarhótel á morgun vegna mikils fjölda farþega sem er væntanlegur til landsins frá áhættusvæðum. Við ræðum við fulltrúa Rauða krossins um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og útlit fyrir að tekist hafi að ná utan um hópsýkingu í Þorlákshöfn.

Gæti orðið skynsamlegt að bólusetja yngri fyrr

Yfirvöld skoða hvort ráðist verði í handahófskenndar bólusetningar þegar búið er að verja viðkvæmustu hópana. Sextíu og sex þúsund skammtar af bóluefni hafa verið staðfestir til landsins í maí.

Nokkrir farnir nýlega í sóttkví

Sóttvarnalæknir segir tölur gærdagsins líta ágætlega út. Fimm greindust með veiruna innanlands en allir voru í sóttkví.

Heildarfjárhæð sekta vegna brota tæpar sex milljónir

Heildarfjárhæð sekta vegna brota á sóttvarnalögum frá því kórónuveirufaraldurinn hófst hér á landi nemur tæpum sex milljónum króna. Tæp 70 prósent grunaðra eru karlar og rúm 30 prósent konur á aldrinum 25 til 34 ára. Flest brotin tengjast ferðalögum yfir landamærin.

Ánægður með breytingarnar sem gerðar voru á frumvarpinu í nótt

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ánægðir að frumvörp um breytingar á sóttvarnalögum og lögum um útlendinga voru samþykkt í nótt. Lagabreytingin skyldar fólk frá tilteknum svæðum, miðað við útbreiðslu kórónuveirunnar, til að fara í sóttvarnahús milli skimana eftir komuna til landsins.

Þórólfur órólegur vegna stöðunnar

Átta af þeim sautján sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær voru ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir er órólegur vegna stöðunnar og segir ljóst að veiran sé búin að dreifa sér víða.

Sjá meira