Boða til upplýsingafundar Boðað hefur verið til upplýsingafundar klukkan 14 í dag. Þar munu Þórólfur Guðnason og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ræða málin. 20.9.2020 09:04
Enn á eftir að segja frá nöfnum þriggja staða sem tengjast COVID-smitum Sóttvarnayfirvöld bíða nú eftir áliti frá lögfræðingum sínum um það hvort þau megi nafngreina þá staði í miðborginni þar sem fólk hefur smitast af kórónuveirunni. 19.9.2020 18:29
Mjög áhugavert að skoða sameiginlegu snertifletina á djamminu Um þriðjung þeirra smita sem greindust í gær má rekja til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 19.9.2020 16:16
Einn smitaður í Melaskóla Nemandi í sjöunda bekk í Melaskóla greindist með Covid-19 í gær. Þetta kemur fram í póst sem skólastjóri Melaskóla, Björgvin Þór Þórhallsson, sendi foreldrum og forráðamönnum nemenda í gær. 19.9.2020 15:32
Vill „allt í lás“ næstu vikurnar Nauðsynlegt er að fara í sömu hörðu aðgerðir og beitt var í vor. Það segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem segir þann fjölda smita sem greindist í gær til marks að faraldur nýju kórónuveirunnar sé í hröðum vexti hér á landi. Jafnvel í veldisvexti. 19.9.2020 12:00
Meðalaldur smitaðra lægri en áður Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir stöðuna alvarlega hér á landi. Fjöldi þeirra sem greindust með Covid-19 sé meira en samanlagður fjöldi smitaðra síðustu viku. 19.9.2020 11:40
500 þúsund króna sekt fyrir að óhlýðnast lögreglu um rýmingu vegna snjóflóðahættu Þeir sem óhlýðnast lögreglu um rýmingu húseigna vegna hættu af snjóflóðum eða skriðuföllum munu eiga yfir höfði sér allt að fimm hundruð þúsund króna sekt verði nýtt frumvarp umhverfis- og auðlindaaráðherra að lögum. 19.9.2020 10:21
Almannavarnir boða til upplýsingafundar: Tölur yfir smitaða hærri en áður Samkvæmt upplýsingum frá almannavarnadeildinni er ætlunin að senda þjóðinni skýr skilaboð vegna þróunar faraldursins. 19.9.2020 10:02
Syngur um hve lífið er dýrmætt eftir að læknir kom auga á váboða í golfi Hebbi var heldur betur minntur á hve dýrmætt lífið er á dögunum þegar hjartalæknir var með honum í golfi í sumar og tók eftir að því að ekki var allt með felldu. 19.9.2020 09:00
Sjö sem voru á vínveitingahúsi með nýtt afbrigði veirunnar Raðgreining Íslenskrar erfðagreiningar hefur leitt í ljós að sjö sem greindust með veiruna á þriðjudag voru með nýtt afbrigði kórónuveirunnar. 17.9.2020 14:07