Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Í sjokki að sonurinn hafi verið á typpinu

Leikarinn og vaxtaræktargoðsögnin Arnold Schwarzenegger fékk vægt áfall við að sjá Patrick son sinn nakinn á skjánum. Patrick fór með stórt hlutverk í nýjustu seríu af hinum gríðarlega vinsælu þáttum White Lotus. 

Það allra heitasta í sumarförðuninni

Með hverju sumri koma nýjar tískubylgjur á ýmsum sviðum sem einhverjir gleðjast yfir og vilja gjarnan stökkva á. Lífið á Vísi tók púlsinn á nokkrum öflugum förðunarfræðingum um hver sjóðheitustu förðunartrendin væru í sumar.

Ás­laug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi

Það var líf og fjör á opnun sýningarinnar Auðmannsgleði í Elliðárdal á dögunum. Myndlistarmaðurinn Árni Már sýndi þar ný verk samhliða því að kynna listamannarekinn fjárfestingarsjóð. Margt var um manninn og létu margar af stjörnum landsins sig ekki vanta. 

Heitustu rapparar landsins í eina sæng

Tónlistarmaðurinn Birnir hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi síðastliðin ár og á að baki sér marga smelli. Birnir, sem er 29 ára gamall, gaf á dögunum út plötuna Dyrnar og hafa mörg lög hennar skotist upp á vinsældarlista landsins. Þar sameinar hann meðal annars krafta sína við rapparann Aron Can og voru þeir að gefa út tónlistarmyndband.

Fegin að hafa valið flottasta kjólinn fyrir ó­vænta trú­lofun

„Hann gaf til kynna að ég myndi vilja vera í flottasta kjólnum sem ég tók með mér út. Ég var nokkuð ánægð með þetta lúkk,“ segir brosmild og nýtrúlofuð Sunneva Einarsdóttir um fatavalið þegar hennar heittelskaði Benedikt Bjarnason bað um hönd hennar í Mexíkó. Sunneva er viðmælandi í Tískutali þar sem hún veitir innsýn í fataskáp sinn. 

Heillaði að læra hefðirnar í Húsó

„Það var æðisleg reynsla að fara í Húsó,“ segir hinn nítján ára gamli Ástvaldur Mateusz Kristjánsson sem var að ljúka við ævintýraríkt ár í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík þar sem hann lærði ýmislegt nýtt. Blaðamaður ræddi við hann um nám hans við Húsó, lífið og tilveruna og framtíðardrauma.

Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið

Hjúin Sigga Ólafsdóttir og Hilmar Mathiesen hafa sett bjarta og fallega íbúð sína á Tryggvagötu á sölu. Íbúðin er tæplega 85 fermetrar í hjarta miðbæjarins og ásett verð er 93,9 milljónir. 

Kjalar ást­fanginn í tvö ár

Tónlistarmaðurinn Kjalar M. Kollmar söng sig inn í hjörtu landsmanna í Idoli Stöðvar 2 árið 2023 og hafnaði öðru sæti. Hann söng sig þó sérstaklega inn í hjarta sálfræðinemans Mettu Sigurrósar en þau eiga tveggja ára sambandsafmæli í dag. 

Enginn til ama á há­tíðinni

Amerísku tónlistarverðlaunin, betur þekkt sem AMA, voru haldin með pomp og prakt í Las Vegas í gær. Stórstjörnur skörtuðu sínu allra fínasta pússi og fóru margir óhefðbundnar leiðir í klæðaburði en kúrekaþemað er greinilega ennþá sjóðheitt.

Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það

„Ég kom í þetta nám frekar brotin. Það var mjög erfitt að vera komin inn í stjórnað umhverfi eftir að hafa verið í miklu stjórnleysi,“ segir Vigdís Ósk Howser Harðardóttir, sem er hluti af fyrsta árgangi til þess að útskrifast með háskólagráðu í kvikmyndagerð frá íslenskum háskóla. Vigdís hefur komið víða við í listinni og ræddi við blaðamann um lífið og sköpunargleðina.

Sjá meira