„Ég skil ekki af hverju þær fagna því ekki bara“ „Ég skil ekki af hverju þær fagna því ekki bara að ég sé að berjast gegn kynbundnu ofbeldi. Sjá þær svona svakalega ofsjónum yfir pólitískum skoðunum mínum að þær geta bara ekki fengið sig til að bregðast öðruvísi við?“ 22.7.2024 13:01
Kamala auðmjúk og allra augu á varaforsetaefnum „Með þessu óeigingjarna og þjóðrækna verki gerir Biden forseti það sem hann hefur ætíð gert á ævi tileinkaðri þjónustu við aðra: Að setja bandarísku þjóðina og landið okkar ofar öllu öðru.“ 21.7.2024 22:27
„Eina spilið sem þeir áttu eftir á hendi“ Stjórnmálafræðingur segir þá ákvörðun Bidens Bandaríkjaforseta að draga framboð sitt til baka hafa endurstillt baráráttu demókrata og repúblikana um Hvíta húsið í nóvember. Ekki eru fordæmi fyrir því að forsetaefni stigi til hliðar svo seint í baráttunni. 21.7.2024 20:50
Kvöldfréttir Stöðvar 2: Biden stígur til hliðar Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst draga framboð sitt til endurkjörs til baka og styður að Kamala Harris varaforseti taki við keflinu. 21.7.2024 18:21
Joe Biden dregur framboð sitt til baka Joe Biden Bandaríkjaforseti og forsetaefni Demókrata hyggst draga framboð sitt til endurkjörs til baka. Vaxandi fjöldi flokksmanna hefur á síðustu vikum kallað eftir því að Biden stígi til hliðar. Hann vill að Kamala Harris varaforseti taki við keflinu en um þrír og hálfur mánuður eru nú til kosninga. 21.7.2024 17:53
Reyndist saklaus eftir að hafa setið inni í 43 ár fyrir morð Kona sem vistuð var í fangelsi í 43 ár fyrir morð sem hún framdi ekki var sleppt eftir að dómi hennar var hnekkt. Hin bandaríska Sandra Hemme var tvítug þegar hún var sakfelld fyrir að stinga bókasafnsvörðinn Patricia Jeschke frá Missouri til bana í nóvember árið 1980. 20.7.2024 23:45
Komið að endalokum eftir 25 ár Listahátíðin Lunga fer nú fram á Seyðisfirði í síðasta sinn eftir tuttugu og fimm ára farsæla sögu. Skipuleggjendur segja tímamótin einkennast af trega og gleði í bland. Lokakvöld hátíðarinnar fer nú í hönd, þar sem haldnir eru stórtónleikar í tilefni endalokanna. Líf og fjör var á Seyðisfirði síðdegis og hátíðargestir greinilega spenntir fyrir kvöldinu. 20.7.2024 21:58
54 milljónum króna ríkari Einn miðahafi var með allar tölur réttar í Lottó-útdrætti kvöldsins og hlýtur rúmar 53,9 milljónir króna í vinning. Annar miðahafi fékk bónusvinninginn og fær rúmar 819 þúsund krónur. 20.7.2024 19:52
KFC á Íslandi segir meinta ljósmynd viðskiptavinar „falska“ Ljósmynd sem gefið var í skyn að væri af hráum kjúklingi keyptum á veitingastað KFC í Reykjanesbæ er „fölsk“, að sögn forsvarsmanna KFC á Íslandi. Svo virðist sem ljósmyndin hafi verið tekin erlendis fyrir minnst átta árum síðan. 20.7.2024 18:11
Mögulega mistök eins forritara Forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir að stórtækt hrun tölvukerfa í dag sé sennilega stærsta tækniáfall sem heimurinn hafi nokkurn tímann séð. Umhugsunarvert sé að samfélög hafi sett öll eggin í sömu körfuna þegar kemur að hugbúnaði og mögulega hafi mistök eins starfsmanns haft keðjuverkandi áhrif um allan heim. 19.7.2024 23:00