Ekki getað aðhafst í máli Áslaugar Háskóli Íslands harmar að tilkynnt hafi verið að Áslaug Ýr Hjartardóttir væri ekki viðstödd brautskráningarathöfn skólans á laugardag og henni snúið frá sviðinu. Fulltrúar skólans hafi ekki verið upplýstir um stöðu mála og því ekki getað aðhafst. 26.6.2023 15:47
Handteknir um borð í skútu með mikið magn fíkniefna Tveir voru handteknir um borð í skútu undan suðurströnd Íslands um helgina eftir að mikið magn fíkniefna fannst þar um borð. Þá var þriðji einstaklingurinn handtekinn í landi vegna málsins. 26.6.2023 14:22
Hægt að ná verðbólgu hratt niður með miklum fórnarkostnaði Fyrrverandi seðlabankastjóri segir fólk þurfa hætta að leita af sökudólgum eða einföldum skýringum í umræðu um verðbólguna. Hægt sé að keyra hana niður með miklum hraða ef vilji sé fyrir hendi en ekki án mikils fórnarkostnaðar. 26.6.2023 13:30
Húsnæðisaðgerðir sveitarfélaga fá slæma útreið Einungis ellefu prósent telja Reykjavíkurborg hafa staðið sig vel þegar kemur að uppbyggingu húsnæðis en 63,4 prósent fremur eða mjög illa. Þegar sjónum er beint að öðrum sveitarfélögum segja 9,4 prósent þau hafa staðið sig vel í húsnæðismálum en 45,5 prósent illa. 26.6.2023 10:42
„Stundum vildi ég að ég gæti komið með betri fréttir“ Útlit er fyrir áframhaldandi blautt veður næstu daga og líkur á því að fersk lægð verði komin yfir landið næstu helgi. 25.6.2023 23:51
„Þeim var víst drullusama um fatlaða háskólanemann“ Áslaug Ýr Hjartardóttir var meðal þeirra 2.832 nemenda sem brautskráðust frá Háskóla Íslands í gær við hátíðlega athöfn. Líkt og öðrum kandídötum óskaði hún þess að taka við skírteini eftir stranga skólagöngu en ólíkt flestum er Áslaug lögblind, heyrnarlaus og í hjólastól, og þarf því gjarnan meiri stuðning en aðrir nemendur. 25.6.2023 23:19
Hæg umferð í Hvalfjarðargöngum reynir á þolinmæði ökumanna Mikil umferð hefur legið í gegnum Hvalfjarðargöngin á síðustu klukkustundum og náði löng bílaröð um tíma frá göngunum að Grundartanga. 25.6.2023 20:14
Lýðræðisflokkur Mitsotakis með stórsigur í Grikklandi Lýðræðisflokkur forsætisráðherra Grikklands vann stórsigur í þingkosningum sem fram fóru þar í landi í dag. Mældist íhaldsflokkur Kyriakos Mitsotakis með rétt yfir 40% atkvæða þegar tölur höfðu borist frá um 90% kjörstaða á landsvísu. Á sama tíma mælist hinn vinstri sinnaði Syriza-flokkur með undir 18% fylgi. 25.6.2023 19:17
Skjálftar í Kötlu Óvenjumikil skjálftavirkni hefur verið í Kötlu í Mýrdalsjökli frá því í gær og hafa þrír skjálftar yfir 3,0 að stærð mælst þar á rúmum sólarhring. Minna hefur verið um skjálfta síðdegis í dag og er enginn gosórói sjáanlegur. Ekki er óalgengt að skjálftar finnist á þessu svæði. 25.6.2023 17:48
Væri slæmt að enda með 35 þúsund íbúðir sem uppfylli ekki skilyrði um dagsbirtu Arkitektar fagna því að yfirvöld stefni á uppbyggingu 35 þúsund íbúða á næstu tíu árum. Ekki megi þó gefa afslátt af gæðum húsnæðis. Nauðsynlegt sé að því verði stýrt hvernig uppbygging fari fram og verktakar eigi ekki að sjá um það einir. 7.5.2023 15:46