Það séu vonbrigði ef fyrirtæki hækki verð úr hófi Framsóknarflokkurinn mælist með 7,2 prósent fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og hækkar úr 6,6 prósent milli mánaða. Mælist flokkurinn með innan við helming af þeim 17,3 prósentum atkvæða sem hann fékk í síðustu alþingiskosningum. Fjármálaráðherra segir áherslu verða lagða á að ná niður verðbólgu og vöxtum á komandi þingvetri. 2.8.2024 15:00
Auknar líkur á að eldgos hefjist á næstu dögum Auknar líkur eru á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Reykjanesskaga á næstu dögum, að mati náttúruvásérfræðinga hjá Veðurstofunni. Fjöldi daglegra skjálfta á Sundhnúksgígaröðinni fer hægt vaxandi. 2.8.2024 13:37
Telur stöðu heimsmála hafa áhrif á fylgið Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi formaður Vinstri grænna (VG) hefur áhyggjur af litlu fylgi flokksins. Hann segist ekki svartsýnn en telji að staðan í alþjóðamálum hafi áhrif á stuðning við stjórnarflokkana. Guðmundur hefur ekki ákveðið hvort hann bjóði sig fram til formanns á komandi landsþingi. 2.8.2024 11:56
Fólk eigi að gera ráð fyrir innbrotum Í dag hefst verslunarmannahelgin sem landsmenn hafa beðið í ofvæni eftir og hyggja margir á ferðir út á land. Þjóðhátíð heldur upp á 150 ára afmæli sitt um helgina og verður því margt um Reykvíkinginn í Eyjum og þar af leiðandi margt um mannlaus og innbrotsvæn heimili í höfuðborginni. 2.8.2024 09:15
Alldjúp lægð færir með sér gula viðvörun Gul viðvörun hefur verið gefin út vegna veðurs á Suðurlandi og Suðausturlandi á morgun vegna hvassviðris. Viðvörunin er í gildi frá klukkan sex í fyrramálið til fjögur á Suðurlandi þar sem gert er ráð fyrir fimmtán til tuttugu metrum á sekúndu með snörpum vindhviðum syðst á svæðinu, einkum í Vestmannaeyjum og undir Eyjafjöllum. Varað er við því að tjöld og lausamunir geti fokið. 2.8.2024 07:48
Í eðli okkar að fylgjast með náunganum Sálfræðingur segir slæmt sumarveður geta haft neikvæð áhrif á líðan en einnig látið fólk finna fyrir létti. Erfitt geti verið fyrir foreldra að hlaða batteríin í fríi með börnum og mikilvægt að viðurkenna að það fylgi því vinna að sinna þeim. Ef fólki líði illa með að sumarið hafi ekki staðið undir væntingum geti verið ástæða til að líta inn á við. 2.8.2024 07:01
Kom að hylla forsetann en endaði í kistu við fætur hans Útför Ismail Haniyeh, pólitísks leiðtoga Hamas fór fram í Íran í dag. Hann féll í loftárás í höfuðborginni Tehran sem óttast er að geti leitt til stigmögnunar átaka í heimshlutanum. 1.8.2024 11:51
Yfirmaður hernaðararms Hamas sagður hafa fallið í árás Ísraela Mohammed Deif, yfirmaður hernaðararms Hamas féll í árás Ísraela fyrir tæplega þremur vikum. Þetta staðhæfir Ísraelsher í dag og segir Deif hafa farist í loftárás á húsnæði í útjaðri borgarinnar Khan Younis í suðurhluta Gaza þann 13. júlí. 1.8.2024 09:20
Sautján ára ákærður fyrir morðið á stúlkunum í Southport Sautján ára ungmenni hefur verið ákært fyrir morðið á þremur stúlkum í danstíma í bænum Southport í norðvesturhluta Englands. 1.8.2024 08:30
„Hugsuðum hver andskotinn væri í gangi“ Eftir langan undirbúning og mikla eftirvæntingu var senn komið að því. Ladislav Carda og Lucie Surovcova komu til landsins frá Tékklandi á föstudag og ætluðu að gifta sig í Reynisfjöru tveimur dögum síðar. 30.7.2024 08:00
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent