Skiluðu púltunum og pökkuðu loks saman eftir seinasta fund Smitrakningateymi almannavarna og landlæknis var formlega lagt niður síðasta fimmtudag en alls hafa 112 starfað við rakningu frá því faraldurinn hófst hér á landi. Öll aðstaða fyrir upplýsingafundi hefur nú verið tekin niður en samskiptastjóri almannavarna segir best að sleppa yfirlýsingum um seinasta upplýsingafundinn að fenginni reynslu. 3.4.2022 15:20
Minnst sex látnir eftir skotárás í Sacramento Að minnsta kosti sex voru skotnir til bana og tíu særðust í skotárás í miðbæ Sacramento í Kaliforníu í morgun að sögn lögreglu. 3.4.2022 14:16
Úkraína, salan á Íslandsbanka og staða öryrkja á vinnumarkaði í Sprengisandi Staða fólks á vinnumarkaðnum með skerta starfsgetu, ástandið í Úkraínu og sala ríkisins á hlutum í Íslandsbanka er meðal þess sem verður til umræðu í Sprengisandsþætti dagsins. 3.4.2022 09:34
Útlit fyrir áframhaldandi norðlægar áttir og kulda á landinu Spáð er vestlægri átt, 3 til 8 m/s, en austan 8 til 13 á Norðausturlandi. Rigning með köflum og hiti 1 til 7 stig, en snjókoma og vægt frost austanlands. 3.4.2022 08:58
Vaktin: Rússar kalla eftir neyðarfundi öryggisráðsins Árásir voru gerðar á hafnarborgina Odessa við suðurströnd Úkraínu í morgun og er haft eftir ráðamanni að rússnesk flugskeyti hafi hæft mikilvæga innviði. 3.4.2022 07:34
Röskun á umferð í Reykjavík vegna Netflix-myndar Víðtækar vegalokanir eru í Reykjavík um helgina, bæði fyrir akandi og gangandi vegfarendur, í tengslum við kvikmyndatökur á myndinni Heart of Stone. Gal Gadot, Jamie Dornan og fleiri stórstjörnur leika í Netflix-myndinni og verða við störf í miðbæ Reykjavíkur næstu daga. 2.4.2022 10:17
Tæplega þúsund börn farið oftar en fjórum sinnum í sóttkví Alls hafa 989 börn þurft að fara oftar en fjórum sinnum í sóttkví hér á landi frá upphafi kórónuveirufaraldursins fram til 10. febrúar. Þar af eru 243 börn á aldrinum 0 til 5 ára og 548 á aldrinum 6 til 12 ára. 2.4.2022 09:20
Létu ekki duga að flýja lögreglu á bíl Lögreglumenn hófu stutta eftirför á þriðja tímanum í nótt þegar ökumaður í miðbæ Reykjavíkur hlýddi ekki stöðvunarmerkjum lögreglu. 2.4.2022 08:43
Vaktin: Gæti tekið mörg ár að hreinsa upp jarðsprengjur Rússa Volódímír Selenskíj, forseti Úkraínu, segir að rússneskar hersveitir hafi komið fyrir jarðsprengjum í íbúðum og líkum á sama tíma og þær hörfi rólega úr norðurhluta landsins. Þetta kom fram í nýjasta ávarpi forsetans til úkraínsku þjóðarinnar. Hann varaði sömuleiðis við því að staðan væri áfram gríðarlega erfið í austurhlutanum þar sem Rússar væru að undirbúa árásir í Kharkív og Donbas-héraði. 2.4.2022 07:38
Kveðst hafa verið sagt upp á Fréttablaðinu af pólitískum ástæðum Helgi Vífill Júlíusson, fráfarandi fréttastjóri Markaðarins, segir það hafa komið sér verulega í opna skjöldu þegar honum var sagt upp störfum með minna en tveggja daga fyrirvara. Greinilegt sé að pólitísk, frekar en fagleg sjónarmið hafi ráðið för. 1.4.2022 16:50