Svæðisbundnar aðgerðir verði líklega hertar í Bretlandi Svæðisbundnar reglur í Bretlandi, til að hefta útbreiðslu covid-19, verða að öllum líkindum hertar að sögn Boris Johnson forsætisráðherra. 3.1.2021 17:26
Norðmenn herða reglur: Mest fimm megi koma saman og sala áfengis bönnuð Norsk stjórnvöld hafa boðað til blaðamannafundar nú í kvöld þar sem hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins verði kynntar. Norska blaðið VG greinir frá því að samkvæmt nýjum reglum muni að hámarki fimm koma saman í einkasamkvæmum auk þess sem reglur um sölu áfengis verði hertar. 3.1.2021 16:56
Ísland í fimmta sæti yfir ríki þar sem flestir hafa verið bólusettir Ísland er sem stendur í fimmta sæti yfir þau ríki heims sem hafa bólusett flesta íbúa samkvæmt tölfræði sem Our World in Data, samstarfsverkefni á vegum Oxford-háskóla og bresks góðgerðafélags um menntun, hefur tekið saman. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörunum segir að allt sé tilbúið fyrir aðra umferð bólusetningar hér á landi sem verður um eða upp úr miðjum þessum mánuði. 3.1.2021 16:00
Of margir í messu í Landakotskirkju í dag Allt of margir voru komnir saman til messu í Landakotskirkju á öðrum tímanum í dag og mætti lögreglan á staðinn og ræddi við sóknarprest. Rúv greinir frá. 3.1.2021 14:50
Vöknuðu við mikinn hvell og glerbrot um öll gólf Haukur Már Haraldsson, íbúi í Víkurhverfi í Grafarvogi og eiginkona hans, vöknuðu upp af værum svefni í nótt við mikinn hvell. Einhver hafði kastað grjóthnullungi í gegn um rúðuna í stofuglugganum á íbúð þeirra sem er á annarri hæð. 3.1.2021 14:31
Velti bíl og flúði af vettvangi Ökumaður bíls sem valt í Hafnarfirði flúði af vettvangi en var handtekinn skömmu síðar. 3.1.2021 13:25
Óbreytt rýmingarsvæði á Seyðisfirði en ákveðin hætta enn til staðar Áfram er í gildi óbreytt rýming á því svæði á Seyðisfirði sem kynnt var fyrir áramót. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, lögreglustjórinn á Austurlandi auk vettvangsstjórn og ráðgjafa funduðu í morgun vegna hreinsunarstarfs eftir aurskriðurnar sem þar féllu. 3.1.2021 12:58
65 prósent Íslendinga segja öruggt að þeir muni þiggja bólusetningu Hátt í 92 prósent Íslendinga segja líklegt að þeir muni þiggja bólusetningu gegn covid-19. Ríflega 5 prósent segja það ólíklegt og um 3 prósent segja það hvorkilíklegt né ólíklegt. Þetta eru niðurstöður nýs þjóðarpúls Gallup. Af þeim sem sögðu ekki líklegt að þeir myndu þiggja bólusetningu sögðu flestir ástæðuna vera að þeir vildu bíða eftir að komin væri meiri reynsla á bólusetninguna og mögulegar aukaverkanir. 3.1.2021 12:31
Fargjald í Strætó hækkar í dag en börn fá frítt Frá og með deginum í dag fá börn, sem eru ellefu ára eða yngri, frítt í Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Aftur á móti hækkar almenn gjaldskrá Strætó á sama tíma um að meðaltali 2,6% að meðaltali. 3.1.2021 12:03
„Óhjákvæmilegt“ að margir greinist á landamærum Fjórir greindust með covid-19 innanlands í gær og þar af voru allir í sóttkví. Mun fleiri, eða alls fjórtán greindust á landamærum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir fjölda smitaðra sem greindust á landamærum ekki koma á óvart, enda séu margir að snúa heim eftir að hafa varið jólunum í útlöndum. 3.1.2021 11:38