Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Daníel Gunnarsson, sem þegar sætir lífstíðarfangelsi fyrir hrottalegt morð í Bandaríkjunum, hlaut í gær 24 ára fangelsisdóm til viðbótar fyrir barnaníð. Daníel, sem er 24 ára gamall, hafði þegar fallist á dóm án þess að játa sekt í málinu. 11.12.2024 14:02
Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Á hverri sekúndu er fellt tré í þeim tilgangi gera timbrið að ódýru Ikea-húsgagni. Fyrirtækið heldur því fram að húsgangaframleiðsla þess sé með öllu sjálfbær. „En er það svo?“ spyrja þáttargerðamenn Danska ríkisútvarpsins, DR, í nýrri heimildarmynd þar sem skógar í eigu Ikea í Rúmeníu eru heimsóttir. Svæðið hefur að geyma einhverja elstu skóga á meginlandi Evrópu sem óháðir sérfræðingar, að sögn framleiðanda þáttarins, segja að Ikea gangi of nærri. 11.12.2024 12:01
Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Stjórnmálaflokkar, aðildarfélög þeirra og einstaka frambjóðendur til Alþingis vörðu samtals um 44,8 milljónum króna í auglýsingar á samfélagsmiðlum Meta síðustu 30 dagana fyrir kosningar. Mestu varði Sjálfstæðisflokkurinn eða rétt tæpum níu milljónum króna, þá Flokkur fólksins sem notaði rúmar 7,5 milljónir í slíkar auglýsingar og Framsóknarflokkurinn kemur þar fast á hæla með rúmar 7,2 milljónir sem fóru í auglýsingar á samfélagsmiðlum Meta, það er Facebook og Instagram. Samfylkingin er í fjórða sæti og eyddi tæpum 5,7 milljónum og þá Miðflokkurinn sem eyddi rétt undir 4,6 milljónum. 10.12.2024 23:02
Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Hinn 32 ára gamli Theodor Lund, áður Mikkel Bentsen, sem betur er þekktur sem TikTok-maðurinn var í dag sakfelldur í Eystri-Landsrétti í Danmörku fyrir margvísleg ofbeldisbrot gegn fjölda kvenna á tíu ára tímabili. Landsréttur staðfesti þannig fyrri dóm yfir manninum sem féll í Bæjarrétti Kaupmannahafnar í fyrra. Dómurinn felur í sér ótímabundið gæsluvarðhald (danska: forvaring), úrræði sem dómstólar beita gegn sakborningum sem þykja sérstaklega hættulegir. 10.12.2024 15:38
Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Ellefu einkareknir, sstaðbundnir fjölmiðlar utan höfuðborgarsvæðisins fá úthlutað styrkjum frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu og innviðaráðuneytinu. Alls voru til úthlutunar 12,5 milljónir sem skiptast jafnt á milli allra miðla sem sóttu um og fær hver þeirra 1.136.363 krónur í sinn hlut. 10.12.2024 13:49
Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Lögreglan á Vestfjörðum hefur til rannsóknar meinta líkamsárás fyrir utan skemmtistaðin Edinborg í Edinborgarhúsinu á Ísafirði um helgina. Lögreglan biður möguleg vitni að árásinni að hafa samband við embættið. 10.12.2024 12:08
Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Sex verslanir í dreifbýli fá úthlutað samtals sautján milljónum í verkefnastyrk frá hinu opinbera sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022 til 2036. 10.12.2024 10:08
„Þetta er búið að valda fólkinu í hverfinu mikilli sorg“ „Út með illsku og hatur inn með gleði og frið,” segir í texta Magnúsar Eiríkssonar við jólasmellinn Gleði og friðarjól. Það sem veitir einum gleði er þó ekki alltaf til þess fallið að skapa friðarjól. Þannig eru nágrannaerjur vegna jólaskrauts fastur liður á aðventunni að sögn formanns Húseigendafélagsins. Íbúi í Laugardal sem er hætt að skreyta vegna deilna við nágranna segir það huggun harmi gegn að nú fái skrautið notið sín á öðrum heimilum. 8.12.2024 21:32
Leiðtogi uppreisnarmanna sé bandamaður Bandaríkja Leiðtogi uppreisnarmanna í Sýrlandi sameinaði mismunandi fylkingar og beið eftir því að athygli Rússlands væri í Úkraínu og athygli Írans í Ísrael til að grípa til skyndisóknar gegn Assad-stjórninni sem væri þá veik án viðvarandi stuðnings sinnar helstu bandamanna. Aðgerðir uppreisnarmanna voru vel skipulagðar. 8.12.2024 19:58
Jólamánuðurinn „þungur og erfiður“ fyrir margar fjölskyldur Viðbúið er að hátt í tvö þúsund fjölskyldur leiti til Hjálparstarfs kirkjunnar nú fyrir jólin. Jólahátíðin er annasamasti tími ársins hjá stofnuninni en félagsráðgjafi segir ljóst að húsnæðiskostnaður geri fjölskyldum sérstaklega erfitt fyrir nú. 8.12.2024 14:56