Fréttamaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Elín Margrét er fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Allir í­búar rúmast ekki lengur í einu og sama húsinu

Íbúum á Hvanneyri fer sífellt fjölgandi, þökk sé brottfluttum Hvanneyringum sem snúa aftur heim og nemendum Landbúnaðarháskólans sem ákveða að setjast að í bænum. Mikil uppbygging er fyrirhuguð og heimamenn eru hreyknir af einum flottasta frisbígolfvelli landsins.

Hópur fanga sé of veikur til að sitja inni

Hópur einstaklinga úr röðum fanga sem sitja inni ættu ekki að vera í fangelsi yfir höfuð að mati yfirmanns geðheilsuteymis fangelsa. Þó margt hafi breyst til hins betra að undanförnu bráðvanti betri úrræði.

Segir stöðuna auka líkur á að kjara­samningum verði sagt upp

Leiguverð hefur hækkað um þrettán prósent síðastliðið ár og hefur hækkað meira en almennt verðlag og íbúðaverð. Staðan á húsnæðismarkaði og langvarandi hátt vaxtastig er algjör forsendubrestur og eykur líkur á að nýgerðum kjarasamningum verði sagt upp við endurskoðun þeirra á næsta ári að sögn formanns VR.

Frjó­semi á Ís­landi aldrei verið minni en í fyrra

Frjósemi á Íslandi hefur aldrei verið minni en í fyrra frá því mælingar hófust fyrir um 170 árum síðan. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu á vef Hagstofu Íslands, en þar segir að fjöldi lifandi fæddra barna á Íslandi í fyrra hafi verið 4.315 sem er fækkun frá 2022 þegar fædd börn voru 4.382. Meðalaldur mæðra hefur einnig hækkað jafnt og þétt undanfarna áratugi og eignast konur nú sitt fyrsta barn að jafnaði síðar á ævinni en áður.

„Það er verið að ríkisvæða húsnæðismarkaðinn“

Aðgerðir stjórnvalda á húsnæðismarkaði hafa verið of kostnaðarsamar og hafa ekki skilað tilætluðum árangri. Þetta segir hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands sem telur íhlutun hins opinbera fela í sér ríkisvæðingu á húsnæðismarkaði.

Fast­eigna­kaup fjár­festa vís­bending um að fast­eigna­verð haldi á­fram að hækka

Fjölgun íbúða í eigu stórtækra íbúðaeigenda hefur aukist á undanförnum árum á meðan hlutfall þeirra sem eiga aðeins eina íbúð til eigin nota hefur dregist saman. Hagfræðingur segir þetta vísbendingu um að fjárfestar telji að fasteignaverð muni halda áfram að hækka. Aftur á móti tengist þróunin að miklu leyti einnig aukinni uppbyggingu félagslegra íbúða sem og uppkaupum Þórkötlu á íbúðarhúsnæði í Grindavík.

Sjá meira