Jarðhræringar, sprengjuhótun og kíghósti Eldfjallafræðingur telur ekkert benda til þess að nýtt eldgos sé við það að hefjast þrátt fyrir gögn Veðurstofunnar. Almannavarnir juku viðbúnað sinn í gær vegna hættu á öðru gosi. 20.4.2024 11:45
Jón nýr formaður bankaráðs Landsbankans Ný stjórn hefur verið kjörin í bankaráð Landsbankans. Jón Þ. Sigurgeirsson, ráðgjafi hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu er nýr formaður ráðsins og tekur við af Helgu Björk Eiríksdóttur sem hefur sinnt formannsstörfum síðustu átta ár. 19.4.2024 18:15
Yfirvofandi eldgos, örvæntingarfull móðir og Hamraborgarþjófarnir Almannavarnir hafa aukið viðbúnað vegna meiri hættu á öðru eldgosi, sem búist er við að geti hafist á Reykjanesskaganum á næstu dögum. Við ræðum við Víði Reynisson, sviðsstjóra almannavarna í beinni útsendingu. 19.4.2024 18:00
Skoðar róttækar breytingar á vaxtabótakerfinu Fjármálaráðherra skoðar nú gera róttækar breytingar á vaxtabótakerfinu. Alþjóðlegar stofnanir á borð við Alþjóðabankann og OECD hafi lengi haft margt við kerfið að athuga á liðnum árum og því sé tilefni til að endurskoða það í heild. 19.4.2024 14:55
Fylgi forsetaframbjóðenda, mótmæli Grindvíkinga og einhverfa barna Í hádegisfréttum fjöllum við um nýja könnun Maskínu um fylgi forsetaframbjóðenda. Katrín Jakobsdóttir er með marktæka forystu. Sjö komma fjögurra prósentustiga munur er á fylgi hennar og Baldurs Þórhallssonar. 18.4.2024 11:47
Ritskoðun bjóra: „Þetta er gert fyrir börnin“ Bjórinnflytjandi þurfti að líma fyrir mynd af fugli á bjórdós svo Vínbúðin samþykkti að selja hana. Hann segir það háð huglægu mati starfsmanna Vínbúðarinnar hvað komist þar í sölu. 17.4.2024 22:53
Heimilislæknar boða einhliða aðgerðir verði skriffinnskan ekki afnumin Heimilislæknar ætla að beita einhliða aðgerðum ef ekki verður komið til móts við kröfur þeirra um afnám skriffinnsku sem þeir telja óþarfa. Stór hluti af vinnudegi þeirra fari í pappírsvinnu sem valdi því að löng bið er eftir tíma hjá heimilislækni. Þá er meira en helmingur heimilislækna við kulnunarmörk. 14.4.2024 19:17
Leyndarmálin á Messenger muni síður líta dagsins ljós Tregða í samskiptaforritinu Messenger stafar af öryggisuppfærslu sem felur í sér dulkóðun samskipta. Þetta segir sérfræðingur sem hvetur fólk til hlaða niður forritinu í tölvunni í stað þess að nýta vafra, vilji það nota forritið snurðulaust. 14.4.2024 18:15
Rottan dreifi sér og sæki í gullnámuna Eitt óvinsælasta dýr landsins, rottan, hefur dreift sér töluvert á höfuðborgarsvæðinu og sést á fleiri stöðum en áður. Þetta segir meindýraeyðir sem telur lífrænu sorptunnurnar meðal sökudólga. 10.4.2024 20:40
„Þú lagar ekki ónýtan bíl með því að skipta um bílstjóra“ Þingmaður Viðreisnar segist enga trú hafa á því að nokkuð breytist hjá ríkisstjórninni með hrókeringum ráðherrastóla. Vandamálið hafi ekki verið hver sitji hvar heldur það hvernig ríkisstjórnarflokkunum þremur hefur illa tekist að ná saman málefnalega. 9.4.2024 15:12