Fréttamaður

Elísabet Inga Sigurðardóttir

Elísabet Inga er fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði kallar eftir að vinnustaðaeftirlit verði eflt. Veitingamenn séu slegnir eftir umfangsmiklar lögregluaðgerðir í tengslum við meint mansal á veitingastöðum Davíðs Viðarssonar í síðustu viku.

Rætt um 80 milljarða: „Mér finnst það ekki sann­gjörn leið“

Nýir kjarasamningar eru kostnaðarsamir og kalla á aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum. Þetta segir formaður fjárlaganefndar Alþingis. Honum hugnast ekki flatar skattahækkanir enda myndu þær draga úr þeim kjarabótum sem aðilar á vinnumarkaði voru að fá í gegn í nýjum samningum.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gríðarmikið tjón varð á sögufrægu Hafnartúnshúsi á Selfossi eftir að eldur kviknaði í því í gærkvöldi. Varaslökkvistjóri í Árnessýslu segir slökkvistarf hafa gengið vel en sorglegt sé að horfa á sögufrægt hús verða eldi að bráð. Við fjöllum um málið í fréttatímanum.

Vill bros­karl eða súrkarl í glugga veitinga­staða

Formaður Neytendasamtakanna kallar eftir því að úttektir heilbrigðiseftirlita verði aðgengilegar almenningi með einföldum hætti við komu á veitingastaði. Slík upplýsingagjöf sé mikið neytendamál enda hvetji hún forsvarsmenn staðina til að standa sig betur auk þess sem matvælaöryggi eykst.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Formaður Neytendasamtakanna kallar eftir því að úttektir heilbrigðiseftirlita verði aðgengilegar almenningi með einföldum hætti við komu á veitingastaði. Rætt er við formann Neytendasamtakanna í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Rúmlega sjötíu manna hópur frá Gasa lenti á Keflavíkurflugvelli í dag og hitti loks ástvini og fjölskyldur á Íslandi. Aðstandendur mættu með blóm og í sínu fínasta pússi til að taka á móti fólkinu sínu en þeir þurftu þó að bíða í dágóðan tíma. Við sjáum frá deginum í fréttatímanum.

Jöfnun launa milli markaða for­senda kjara­samnings

Formaður BSRB segir að samtökin muni horfa að miklu leyti til nýrra kjarasamninga sem undirritaðir voru í gær við kjaraviðræður samtakanna. Jöfnun launa milli markaða sé þó forsenda kjarasamnings.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Nú rétt fyrir fréttir var skrifað undir nýjan kjarasamning fyrir mikinn meirihluta launafólks á almennum vinnumarkaði. Laun hækka um lágmarks krónutölu en annars um rúm þrjú prósent á ári. Heimir Már, fréttamaður fer ítarlega yfir málið í fréttatímanum.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Sex voru úrskurðuð í gæsluvarðhald í dag grunuð um vinnumansal. Meint fórnarlömb hlaupa á tugum og á málið sér nokkra ára sögu. Þá var lagt hald á fjármuni við húsleitir í gær og í skoðun er að frysta eignir grunuðu. Við förum ítarlega yfir málið í fréttatímanum.

Sjá meira