Fréttamaður

Fanndís Birna Logadóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Ekki verið rætt af alvöru að svipta Megas heiðurslaunum í ár

Heiðurslaunum listamanna verður úthlutað í ár þrátt fyrir að kerfið hafi verið gagnrýnt harðlega undanfarið. Í fyrsta sinn hefur verið óskað eftir tilnefningum frá almenningi. Margir gagnrýndu að tónlistarmaðurinn Megas væri enn á listanum, þrátt fyrir ásakanir um kynferðisbrot. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að fjarlægja neinn af listanum í ár að sögn formanns allsherjar- og menntamálanefndar.

Ís­lenskt jólasveinapöbbarölt að banda­rískri fyrir­mynd: „Þetta er ein af þessum helgum sem þú gleymir aldrei“

Fullorðnir jólaáhugamenn landsins safnast saman næsta laugardag þegar svokallað jólapöbbarölt fer fram í miðbæ Reykjavíkur. Á pöbbaröltinu, eða SantaCon eins og það er iðulega kallað í Bandaríkjunum, er fólk hvatt til að mæta klætt sem jólasveinn. Þar sem Íslendingar státa þrettán mismunandi jólasveinum þá á skipuleggjandi viðburðarins von á mikilli stemningu. 

Ók á veg­far­enda, hjól­reiða­mann og hund og fær fjögurra mánaða dóm

Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli karlmanns sem ók í veg fyrir annan bíl og í kjölfarið á gangandi vegfarenda, hjólreiðamann og hund hans. Landsréttur sýknaði manninn af ákæru um að hafa verið óhæfur til að stjórna bílnum vegna áhrifa slævandi lyfja og sagði almannahættu ekki hafa stafað af.

Fordómar gagnvart fólki með geðræn vandamál áfram talsverðir og útbreiddir

Talsverðir fordómar eru hér á landi í garð einstaklinga með geðrænar áskoranir samkvæmt nýrri rannsókn. Dregið hefur úr fordómum gagnvart fólki með einkenni þunglyndis en fordómar gagnvart fólki með geðklofaeinkenni breytast hægar og síður. Stór hluti almennings virðist tilbúin til að neyða fólk til að leita sér meðferðar. 

Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn þremur unglingsstúlkum

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt átján ára mann í fangelsi fyrir ítrekuð og alvarleg kynferðisbrot gegn þremur barnungum stúlkum. Var hann dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi en dómurinn er skilorðsbundinn vegna mikilla tafa á meðferð og ungs aldurs. Hann játaði brot sín skýlaust í dómssal.

Þrettán hlutu varan­legt heilsu­tjón vegna flug­elda­slysa á rúmum ára­tug

Tuttugu og einn einstaklingur þarf að meðaltali að leita á bráðamóttöku á hverju ári vegna flugeldaslysa og er þar af að meðaltali eitt barn á leikskólaaldri. Rannsakendur segja vert að íhuga að setja frekari skorður við innflutningi, sölu og notkun flugelda auk þess sem efla þurfi forvarnarstarf en slys vegna flugeldanotkunar séu umtalsvert vandamál hér á landi. 

Ekkert sam­ráð fyrir lokun Vinjar: „Ó­mögu­legt að það sé staðið að þessu með þessum hætti“

Geðhjálp lýsir yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun Reykjavíkurborgar um að loka Vin. Formaður Geðhjálpar segir ekkert samráð hafa átt sér stað fyrir ákvörðunina, líkt og skilja mátti á tillögu meirihlutans. Honum virðist tillögurnar hafa verið unnar með hraði og án samráðs en nauðsynlegt sé að tryggja þjónustu fyrir þennan viðkvæma hóp.

Sjá meira