Meðlimir stúdentaráðs Háskólans í Hong Kong handteknir Lögregla í Hong Kong handtók í morgun fjóra meðlimi stúdentaráðs Háskólans í Hong Kong. 18.8.2021 07:34
Tæplega tvö þúsund manns hafi látist á Haítí Tala látinna og slasaðra eftir öflugan jarðskjálfta á Haíti á laugardag hækkar stöðugt. Nú er talið að tæplega tvö þúsund manns hafi látist og hefur sú tala hækkað um fimm hundruð á einum degi. Þá er eru tíu þúsund manns slasaðir. 18.8.2021 06:48
Leiðtogar Talibana koma úr felum Leiðtogar Talibana sem undanfarna áratugi hafa verið í felum og sjaldan veitt viðtöl nema með mikilli leynd, sýna sig nú hver á fætur öðrum opinberlega í Kabúl. 18.8.2021 06:40
Forsetahjónin á World Pride Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú taka þátt í World Pride í Kaupmannahöfn og Málmey á næstu dögum. 18.8.2021 06:29
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum greinum við frá því að um helmingi fleiri greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær en í fyrradag. 17.8.2021 11:26
Ávarpaði fund World Pride Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði fund World Pride með norrænum jafnréttisráðherrum í Kaupmannahöfn í gær með fjarfundabúnaði. 17.8.2021 10:19
Talibanar skora á konur að taka þátt í nýrri ríkisstjórn Talibanar hafa gefið út allsherjar sakauppgjöf í Afganistan og hvetja konur til þátttöku í nýrri ríkisstjórn og reyna nú að sannfæra mjög efins almenning um að þeir hafi breytt um stefnu frá því þeir voru síðast við völd. 17.8.2021 09:53
Sakaður um kynferðisbrot gegn tólf ára barni Kona hefur kært tónlistarmanninn Bob Dylan fyrir að hafa misnotað hana kynferðislega fyrir 56 árum þegar hún var tólf ára gömul og tónlistarmaðurinn 24 ára árið 1965. 17.8.2021 07:59
Skora á stjórnvöld að taka á móti hinsegin flóttafólki frá Afganistan Samtökin 78 hafa skorað á stjórnvöld að taka á móti afgönsku flóttafólki nú þegar Talibanar hafi á síðustu dögum rænt völdum í Afganistan. 17.8.2021 07:33
Konur birtast á skjánum á ný Kvenkyns fréttaþulur birtist á skjánum á ný hjá fréttastofunni Tolo News í Afganistan í gærkvöldi en konur hafa ekki sést á skjánum frá því Talibanar náðu Kabúl höfuðborg landsins á sitt vald á sunnudag. 17.8.2021 07:01