Ekki viss um hvort hægt væri að útrýma fátækt Félagsmálaráðherra segist ekki viss um hvort hægt væri að útrýma fátækt en það ætti hins vegar að vera markmiðið. Þingmenn vitnuðu í nýlegar skýrslur á Alþingi í dag sem sýndu að tugir þúsunda ættu erfitt með að ná endum saman og fjöldi byggi við sárafátækt. 7.12.2023 19:31
Börn og fullorðnir halda áfram að falla á Gaza Öllum mögulegum flóttaleiðum íbúa Gaza hefur verið lokað og þeim allar bjargir bannaðar eftir að Ísraelsmenn hófu öflugar loftárásir og landhernað á suðurhluta Gazastrandarinnar. Fjölmörg börn og fullorðnir hafa fallið og særst í árásum í suðurhlutanum síðasta sólarhringinn. 7.12.2023 19:20
Íbúðarleigufyrirtæki skjóti sér undan skatti Fjármálaráðherra segir að rétta þurfi samkeppnisstöðu AirBnB og þeirra fyrirtækja sem væru með íbúðir á leigu og efla samstarf ríkis og sveitarfélaga í eftirliti með þessari starfsemi. Formaður Samfylkingarinnar segir fjölda fyrirtækja koma sér undan því að greiða hærri fasteignagjöld af íbúðaleigu með því að skrá íbúðirnar sem íbúðarhúsnæði. 7.12.2023 13:29
Seðlabankastjóri segir óheppilegt að beita vöxtum gegn húsnæðisskorti Seðlabankastjóri fagnar viðbrögðum Reykjavíkurborgar við kröfu verkalýðshreyfingarinnar um að dregið verði úr fyrirhuguðum gjaldskrárhækkunum. Nú skipti öllu máli að samstaða náist um að koma verðbólgunni hratt niður. 6.12.2023 19:20
Seðlabankastjóri ánægður með tóninn í kjaraviðræðum Seðlabankastjóri segir minnkandi einkaneyslu og fjárfestingar og versnandi fjármálaskilyrði sýna að aðgerðir bankans til að draga úr verðbólgu væru að virka. Mjög jákvæður tónn berist nú frá aðilum vinnumarkaðarins varðandi nýja kjarasamninga sem geti leitt til þess að hraðar dragi úr verðbólgu. 6.12.2023 11:55
Forystufólk ASÍ og SA segir alla þurfa að leggjast á eitt Forystufólk Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins er sammála um að gera eigi nýja langtíma kjarasamninga sem skapi stöðugleika og stuðli að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Nú eru átta vikur þar til gildandi skammtíma kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna út. 5.12.2023 19:21
Afdrifaríkar átta vikur framundan Það ræðst á næstu átta vikum hvort aðilum vinnumarkaðarins tekst að koma á nýjum langtíma kjarasamningum sem duga til að keyra niður verðbólguna. Ef ekki tekst að fá ríki, sveitarfélög og fyrirtæki til að sameinast um þetta markmið má reikna með að verðbólga verði áfram mikil og jafnvel aukist. 5.12.2023 13:33
Reykjavíkurborg tilbúin að draga úr hækkunum Formaður borgarráðs Reykjavíkur segir að borgin sé tilbúin til þess að draga úr boðuðum gjaldskrárhækknum, að því gefnu að aðilar vinnumarkaðar nái saman um hóflegar launahækkanir. 30.11.2023 20:07
ASÍ kallar ríki og sveitarfélög til ábyrgðar í baráttu við verðbólgu Verkalýðshreyfingin kallar ríki, sveitarfélög og fyrirtæki til ábyrgðar í baráttunni við verðbólguna. Engin merki væru á lofti um að þessir aðilar ætli að leggja sitt af mörkum, sem geti sett stórt strik í reikninginn fyrir komandi kjarasamninga. 30.11.2023 19:20
Skoða að taka „stórt skref aftur á bak“ og bíða átekta Samninganefnd Alþýðusambands Íslands kom saman til fundar í morgun til að ræða hvort gera eigi hlé á samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins vegna þeirrar óvissu sem miklar gjaldskrárhækkanir sveitarfélaga skapi í tengslum við nýja kjarasamninga. 30.11.2023 14:28