Forsætisráðherra segir réttlætismál að greitt sé útsvar af fjármagnstekjum Forsætisráðherra segir réttlætismál að þeir sem einungis hafi fjármagnstekjur greiði útsvar til sveitarfélaga. Á næsta ári verði helsta verkefnið að draga úr verðbólgu og styrkja um leið og verja almannaþjónustuna, almannatryggingakerfið og húsnæðismarkaðinn. 16.9.2022 12:17
Ríkisstjórnin bregst við mikilli þenslu með aðhaldi Áætlað er að heildarskuldir ríkissjóðs verði álíka miklar og öll útgjöld ríkisins á næsta ári. Fjármálaráðherra segir fjárlög næsta árs miða að því að verja viðkvæmustu hópa samfélagsins og vinna bug á verðbólgunni. 15.9.2022 19:31
Bjarni segir markmið fjárlaga að styðja heimilin og vinna gegn verðbólgu Fjármálaráðherra segir markmið fjárlagafrumvarps næsta árs að styðja við heimilin í landinu, vinna gegn verðbólgu og byggja upp styrk ríkissjóðs. Fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd segir aukna flata skattheimtu fyrst og fremst bitna á þeim tekjulægstu og halda aftur að nauðsynlegri innviðauppbyggingu. 15.9.2022 11:58
Katrín boðar bann við olíuleit í lögsögu Íslands Forsætisráðherra segir Íslendinga í einstakri stöðu til að ná fram orkuskiptum í almannaþágu, meðal annars vegna þess að tryggt hafi verið að orkufyrirtæki í eigu ríkisins verði ekki seld. Lagt verði fram frumvarp um bann við olíuleit í efnahagslögsögunni. 14.9.2022 19:52
ASÍ hefur lengst af verið vettvangur átaka Sagnfræðingur segir ekki nýtt að átök séu um forystu og stefnu Alþýðusambandsins þótt tiltölulega friðsamt hafi verið innan samtakanna þar til nýverið. Formaður Verkalýðsfélagins Hlífar er vongóður um að sambandið nái vopnum sínum og samstaða náist um nýja forystu á komandi þingi ASÍ. 14.9.2022 12:09
Forsetinn telur bagalegt að Siri skilji ekki íslensku Forseti Íslands gerði stöðu íslenskunnar og fortíðarþrá meðal annars að umtalsefni þegar hann setti Alþingi í dag. Tryggja þyrfti stöðu tungumálsins í stafrænum heimi og sýna þeim sem hingað flyttu og vildu læra íslensku umburðarlyndi. 13.9.2022 19:20
Ríkisstjórnin rifar seglin í fjárlagafrumvarpi vegna verðbólgu Forsætisráðherra segir fjárlagafrumvarpið taka mið af því að nú séu snúir tímar með verðbólguþróun sem verði að takast á við. Aukning framlaga til einstakra málaflokka sé því minni en áður. Alþingi verður sett með hefðbundnum hætti klukkan hálf tvö í dag. 13.9.2022 12:56
Öflug eftirlit með umferð flugvéla, skipa og kafbáta við Ísland Mikið eftirlit er með umferð flugvéla, skipa og kafbáta yfir og í kringum Ísland á vegum NATO og Bandaríkjahers í samstarfi við Landhelgisgæsluna. Um sextíu manna flugsveit frá danska hernum er að ljúka loftrýmisgæslu á Íslandi eftir mánaðardvöl. 9.9.2022 20:06
Karl III sór þegnum sínum hollustueið Í fyrsta ávarpi sínu til þjóðarinnar í dag þakkaði Karl III nýr konungur Bretlands Elísabetu II móður sinni fyrir þá ást og umhyggju sem hún sýndi fjölskyldu sinni og óbilandi trúnað hennar og skyldurækni í störfum og samskiptum við þegna hennar. 9.9.2022 19:20
Elísabet II leiddi Breta í gegnum súrt og sætt í 70 ár Elísabet II Bretlandsdrottning hefur leitt bresku þjóðina í gegnum súrt og sætt í sjötíu ár. Hún gerði sér grein fyrir að hún varð drottning fyrir tilviljun örlaganna og yrði að ávinna sér ást og virðingu þjóðarinnar. 8.9.2022 20:31