Fréttamaður

Heimir Már Pétursson

Heimir Már er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis.

Nýjustu greinar eftir höfund

Úkraínuforseti segir ESB aðild ekki mega dragast í mörg ár

Forseti Úkraínu segir aðildarferli landsins að Evrópusambandinu ekki mega taka einhver ár eða áratugi. Tuttugu og einn almennur borgari féll, þeirra á meðal tvö börn, og tæplega fjörutíu manns særðust í eldflaugaárás Rússa á fjölbýlishús og sumarbúðir í Odessa héraði í gærkvöldi.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum heyrum við í forseta Alþingis og formanni Dómararafélagsins vegna ákvörðunar fjármálaráðuneytisins um að 260 æðstu embættismenn ríkisins endurgreiði samanlagt um 105 milljónir króna sem þeir fengu í ofgreidd laun á undanförnum þremur árum. Formaður Dómarafélagsins segir kröfuna ólöglega en fjármálaráðherra segir það vera auman málflutning hjá þeim sem telji óeðlilegt að endurgreiða það sem ofgreitt hafi verið úr sjóðum almennings.

Úkraínuforseti skorar á Vesturlönd að hætta orkuinnflutningi frá Rússlandi

Zelenskyy Úkraínuforseti segir Evrópu verða að hætta öllum gas- og olíuinnfluttningi frá Rússlandi en Rússar noti ágóðann bæði í stríðinu í Úkraínu og til að sundra Evrópu. Nítján óbreyttir borgarar, þar af eitt barn, féllu í tveimur eldflaugaárásum Rússa á bæ nálægt hafnarborginni Odessa í Úkraínu í gærkvöldi.

Rússar hafa nánast lagt Luhansk hérað undir sig

Rússar eru við það að ná fullum yfirráðum yfir síðustu borginni í Luhansk héraði eftir harða bardaga undanfarnar vikur. Utanríkisráðherra Bretlands segir Vesturlönd verða að útvega Úkraínumönnum þau vopn sem dugi til að þeir vinni stríðið í Úkraínu.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum greinum við frá því að vaxtabyrði óverðtryggðra lána hefur hækkað verulega vegna vaxtahækkana að undanförnu. Þannig greiðir lántaki á 40 milljón króna láni hundrað þúsund krónum meira á mánuði í vexti nú en þegar vextirnir voru lægstir.

Putin segir sókn Rússa stöðuga og samkvæmt áætlun

Putin Rússlandsforseti þvertekur fyrir að ráðist sé á borgaraleg skotmörk í Úkraínu. Sókn rússneskra hersveita væri stöðug og gengi samkvæmt áætlun. Utanríkisráðherra Bretlands segir Vesturlönd verða að auka stuðning sinn við Úkraínumenn og sjá til þess að þeir gersigri rússneska innrásarliðið.

NATO skilgreinir Rússland sem helstu öryggisógn Evrópu

Rússland er helsta ógnin við öryggi Evrópu samkvæmt nýrri hernaðarstefnu sem leiðtogar Atlantshafsbandalagsins samþykktu í dag. Forsætisráðherra segir óviðeigandi að Tyrkir hafi blandað málefnum Kúrda inn í aðildarviðræður Svía og Finna að bandalaginu.

Gagnrýnin á framgöngu Tyrkja

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það hafi verið óviðeigandi af hálfu Tyrkja að setja óskyld mál á dagskrá í aðdraganda aðildarumsóknar Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu. Hún segir það skipta máli að fá tvær Norðurlandaþjóðir inn í bandalagið.

Aðildarumsókn Svía og Finna afgreidd á methraða

Aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir Svía og Finna fá aðild að bandalaginu með met hraða. Putin Rússlandsforseti sé nú að uppskera stærra NATO með innrás sinni í Úkraínu, þvert á það sem hann stefndi að. Forsætisráðherra fagnar aðild Finna og Svía að NATO.

Sjá meira