Svæðinu umhverfis skakka turninn í Bologna lokað Borgaryfirvöld í Bologna á Ítalíu hafa ákveðið að loka torginu umhverfis Garisenda-turninn í nokkur ár, þar sem áhyggjur eru uppi af því hversu mikið turninn hallar. 30.10.2023 08:46
Portúgölsk lögregluyfirvöld biðja foreldra Madeleine afsökunar Sendinefnd háttsettra lögreglufulltrúa frá Portúgal ferðaðist til Bretlands fyrr á þessu ári til að biðja Kate og Gerry McCann, foreldra Madeleine McCann, afsökunar á því hvernig rannsóknin á hvarfi dóttur þeirra fór fram og hvernig komið var fram við fjölskylduna. 30.10.2023 07:59
„Hvalir framleiða ekki súrefni“ Hafrannsóknarstofnun hefur skilað inn umsögn um frumvarp um bann við hvalveiðum þar sem stofnunin tekur ekki formlega afstöðu með eða á móti en gagnrýnir harðlega staðhæfingar í greinargerð með frumvarpinu. 30.10.2023 07:07
Gerðu árásir á 600 skotmörk á síðustu 24 klukkustundum Ísraelsher segist hafa gert árásir á um 600 skotmörk á síðustu 24 klukkustundum, meðal annars í nágrenni við Al-Azhar háskólanum sem stendur nærri miðborg Gasa borgar. 30.10.2023 06:48
Tveir fluttir á sjúkrahús eftir slys í Fukushima-kjarnorkuverinu Fjórir starfsmenn kjarnorkuverksins í Fukushima fengu á sig geislamengað vatn á miðvikudag og voru tveir þeirra fluttir á sjúkrahús í varúðarskyni. 27.10.2023 11:11
Vellauðugur þingmaður frá Minnesota býður sig fram gegn Biden Dean Phillips, þingmaður frá Minnesota, hefur ákveðið að bjóða sig fram gegn Joe Biden í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Phillips segir Biden hafa staðið sig frábærlega en það sé tímabært að horfa til framtíðar. 27.10.2023 09:47
Liðsmenn gengja mögulega skikkaðir til að hylja flúr með farða Mark Mitchell, einn talsmanna Þjóðarflokksins á Nýja-Sjálandi, sagði í samtali við ríkismiðilinn RNZ í gær að ef boðað bann gegn gengjamerkjum skilaði ekki árangri kæmi til greina að skikka liðsmenn gengjanna til að hylja gengjaflúr með farða. 27.10.2023 08:42
Segir gjaldið ekki ólögmætt og mikilvægt að forðast misskilning Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir mikilvægt að niðurstaða Áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema sé ekki rangtúlkuð eða misskilin. 27.10.2023 07:14
Daníel dæmdur í allt að lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Pham Daníel Gunnarsson hefur verið dæmdur í 27 ára til lífstíðarfangelsi fyrir að hafa orðið fyrrverandi bekkjasystur sinni, hinni 21 árs gömlu Katie Pham, að bana á hrottalegan hátt 27.10.2023 06:50
Ellefu stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna Fjórir ökumenn voru stöðvaðir í umferðinni í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og sex grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá var einn grunaður um að vera undir áhrifum bæði áfengis og fíkniefna. 27.10.2023 06:30