Fluttur á Landspítala eftir að hann drakk eitur í stað vatns Maður var fluttur á Landspítala í gærkvöldi eða nótt eftir vinnuslys í póstnúmerinu 105 en hann hafði tekið eiturefni í misgripum fyrir vatn og drukkið. 27.3.2024 06:21
Pallborðið: Biskup Íslands og staða þjóðkirkjunnar Pallborðið verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14 í dag en til umræðu að þessu sinni verða embætti biskups Íslands og málefni Þjóðkirkjunnar. 26.3.2024 11:31
Strangtrúaðir æfir yfir því að verða mögulega skikkaðir til herþjónustu Mikillar óánægju gætir með nýtt frumvarp í Ísrael sem kveður meðal annars á um að strangtrúaðir gyðingar verði látnir gegna herskyldu og að herskyldan verði lengd. 26.3.2024 07:38
Flestar kvartanir varða framkomu vagnstjóra og aksturslag Strætó bs. bárust 3.493 ábendingar á síðasta ári og fjölgaði þeim um þrjú prósent á milli ára. Kvartanir voru 2.369 árið 2021, en 3.405 árið 2022 og fjölgaði þeim þá mikið árið 2022. 26.3.2024 06:42
Líkamsárásir, þvaglát og ferðamenn í vanda Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölmörgum og fjölbreyttum verkefnum í gærkvöldi og nótt og var meðal annars kölluð út vegna fjögurra til sex ferðamanna sem voru sagðir hjálparvana við Gróttuvita. 26.3.2024 06:19
Gleymska Google: Athafnamaður og dæmdur nauðgari meðal beiðenda Íslenskur athafnamaður, sem hafði verið ákærður fyrir brot í starfi, fékk Google til að samþykkja að fjarlægja 48 leitarniðurstöður sem tengdust málinu. 26.3.2024 06:04
Heita hefndum en freista þess enn að bendla Úkraínu við árásina Stjórnvöld í Rússlandi virðast enn staðráðin í því að reyna að sannfæra umheiminn um að Úkraínumenn hafi átt þátt í hryðjuverkaárásinni á Crocus City tónleikahöllina í Moskvu á föstudag, þar sem 137 létu lífið. 25.3.2024 10:47
Vísindamenn vilja friðlýsa vísindalega mikilvæg svæði á tunglinu Vísindamenn kalla nú eftir því að ákveðin svæði á tunglinu verði friðlýst, til að tryggja að hægt verði að gera ákveðnar rannsóknir þar í framtíðinni. Margir ætla sér stóra hluti á tunglinu á næstu árum og áratugum. 25.3.2024 08:13
Dró úr virkninni í nótt í fyrsta sinn frá því að gosið hófst „Það hefur svona aðeins dregið úr virkninni í nótt,“ segir Elísabet Pálmadóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands um stöðuna á eldgosinu á Reykjanesskaga. 25.3.2024 07:14
1.434 beiðnir borist Google frá Íslandi um að fjarlægja 6.399 leitarniðurstöður Google hafa borist 1.434 beiðnir frá Íslandi þar sem þess var óskað að samtals 6.399 leitarniðurstöður yrðu fjarlægðar úr leitarvél stórfyrirtækisins, á grundvelli niðurstöðu Evrópudómstólsins frá árinu 2014. 25.3.2024 06:43