Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sam­runi Arion og Kviku gæti skilað hlut­höfum um sex­tíu milljarða virðis­auka

Verulega mikilli samlegð ætti að vera hægt að ná fram með mögulegum samruna Kviku og Arion, sérstaklega á kostnaðarhliðinni með fækkun nærri tvö hundruð stöðugilda, og þá ætti sameinaður banki að geta sparað sér talsverðan vaxtakostnað með bættu lánakjörum á erlendum mörkuðum, að mati hlutabréfagreinanda. Líklegt er að Samkeppniseftirlitið myndi helst horfa til þess að setja samrunanum skilyrði varðandi umsvif á eignastýringarmarkaði en nái hann fram að ganga gæti virðisaukningin fyrir hluthafa, einkum lífeyrissjóðir og að uppistöðu til þeir sömu í báðum félögum, numið um sextíu milljörðum.

Vísitölu­sjóðir Vangu­ard keyptu fyrir marga milljarða eftir út­boð Ís­lands­banka

Hlutabréfasjóðir í stýringu alþjóðlega vísitölurisans Vanguard stækkuðu verulega stöðu sína í Íslandsbanka á nokkrum dögum í liðinni viku fyrir samanlagt um fjóra milljarða króna að markaðsvirði. Eftir sölu ríkissjóðs á öllum hlutum sínum í bankanum þurftu sjóðirnir að bæta við sig bréfum á eftirmarkaði þannig að eignarhaldið væri í samræmi við þær vísitölur sem þeir fylgja.

Kerecis varar við að hækkun veiði­gjalda ógni trausti er­lendra fjár­festa

Líftæknifyrirtækið Kerecis segir frumvarp ríkisstjórnarinnar um hækkun veiðigjalda geta grafið undan trausti erlendra fjárfesta á Íslandi og haft alvarleg áhrif á nýsköpun og fjárfestingar í sjávarútvegi. Félagið, sem var yfirtekið af alþjóðlegum heilbrigðisrisa fyrir tveimur árum, segir að slíkir hagsmunir geri þá „sjálfsögðu kröfu til ríkisstjórnar og þings“ að vandað sé til verka áður en málið er afgreitt, að öðrum kosti sé meginforsenda íslenskrar velferðar í uppnámi með tilheyrandi áhættu fyrir íslenskt samfélag.

Einar Pálmi verður yfir­maður fyrir­tækjaráðgjafar Arion banka

Einar Pálmi Sigmundsson, sem hefur starfað á fjármálamarkaði í meira en þrjá áratugi, hefur verið ráðinn yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar Arion banka. Hann tekur þar við starfinu af Hreiðari Má Hermannssyni sem hætti hjá bankanum fyrr á árinu og tók við forstjórastöðu Eikar.

Kaup á tug­þúsunda fer­metra eigna­safni mun hækka verðmatið á Eik

Lítillega meiri rekstrarhagnaður og lægra kaupverð en áður var áætlað í nýafstöðnum kaupum Eikar á tugþúsunda fermetra fasteignasafni sem hýsir starfsemi Samskipa á Íslandi mun hafa nokkuð jákvæð áhrif á verðmatsgengi félagsins, að sögn hlutabréfagreinanda, en síðast var það metið um 25 prósent yfir markaðsgengi.

Breskir vogunar­sjóðir um­svifa­mestir í kaupum á fyrstu evruút­gáfu Kviku

Tæplega tvöföld umframeftirspurn var á meðal fjárfesta þegar Kvika kláraði sína fyrstu skuldabréfaútgáfu í evrum fyrir helgi en kaupendahópurinn samanstóð einkum af vogunarsjóðum frá Bretlandi. Kjörin bötnuðu nokkuð frá upphaflegu viðmiði þegar útboðið hófst snemma á föstudagsmorgun en vaxtaálagið á útgáfuna er um hundrað punktum hærra borið saman við sambærileg evrubréf stóru íslensku viðskiptabankanna.

Stjórnin stækkuð og Orri verður stjórnar­for­maður First Wa­ter

Orri Hauksson, fyrrverandi forstjóri Símans um árabil, hefur tekið við sem formaður stjórnar First Water en félagið stendur að stórfelldri uppbyggingu á landeldisstöð við Þorlákshöfn og kláraði fyrr á árinu nærri sex milljarða fjármögnun frá núverandi hluthöfum. Á nýlegum hluthafafundi First Water var ákveðið að stækka stjórnina með innkomu fjögurra nýrra stjórnarmanna en jafnframt hefur forstjóri Stoða, stærsti hluthafi landeldisfyrirtækisins, farið úr stjórninni.

Hluta­fjár­virði Sam­kaupa lækkaði um nærri helming á fá­einum mánuðum

Í fyrirhuguðum kaupum Orkunnar, dótturfélags SKEL, á meirihluta hlutafjár í Samkaupum er virði matvörukeðjunnar metið á tæplega fimmtíu prósent lægra gengi heldur en þegar ráðist var í hlutafjárhækkun fyrir nokkrum mánuðum síðan. Á meðal skilyrða fyrir viðskiptunum er að það takist að fá skuldbindandi áskriftarloforð frá fjárfestum til að leggja Samkaupum til að lágmarki tvo milljarða í nýtt hlutafé til að treysta fjárhagsstöðuna en rekstur félagsins hefur verið afar erfiður að undanförnu.

Krónan styrktist að nýju með milljarða kaupum er­lendra sjóða í Ís­lands­banka

Þrátt fyrir að hafa farið sneypuför í hlutafjárútboði Íslandsbanka, þegar ljóst varð að nánast allur eftirstandandi hlutur ríkissjóðs var seldur til almennra fjárfesta hér á landi, þá hafa erlendir fjárfestar verið að kaupa bréf í bankanum á eftirmarkaði undanfarna daga fyrir jafnvirði marga milljarða króna. Kaupin hafa ýtt undir nokkra styrkingu á gengi krónunnar og líklegt að hún mun haldast á sterkum gildum verði framhald á áhuga erlendra fjárfesta á bréfum í bankanum.

Sjá meira