Stóru sjóðirnir á söluhliðinni á fyrsta ári vel heppnaðs samruna JBT og Marels Allir helstu íslensku lífeyrissjóðirnir voru á söluhliðinni á fyrsta árinu eftir risasamruna JBT og Marels, einkum tveir af stærstu sjóðum landsins, þegar þeir minnkuðu nokkuð stöðu sína í sameinuðu fyrirtæki og seldu fyrir samtals vel á annan tug milljarða króna. Afkoma félagsins hefur að undanförnu ítrekað verið umfram væntingar en mikil veiking Bandaríkjadals hefur litað ávöxtun innlendra fjárfesta í krónum. 30.1.2026 11:37
Eik klárar sölu á einu lengsta skuldabréfi sem skráð félag hefur gefið út Fasteignafélagið Eik lauk í gær útboði á nýjum verðtryggðum skuldabréfaflokki til fjörutíu ára, sem er á lokagjalddaga í febrúar árið 2066, en fá dæmi eru um að skráð félög hafi gefið út bréf með svo löngum líftíma á innlendum markaði. 30.1.2026 09:08
Sameinaður sjóður yrði stærsti hluthafinn í fjölmörgum Kauphallarfélögum Verði af sameiningu Lífeyrissjóðs verslunarmanna og Birtu, sem myndi búa til risastóran leikanda á íslenskum fjármálamarkaði, þá yrði sjóðurinn stærsti einstaki fjárfestirinn í fjölmörgum skráðum félögum og meðal annars fara með virkan eignarhlut í nokkrum fjármálafyrirtækjum. 29.1.2026 16:31
„Tókst að kynda undir verðbólgubálið“ og útséð um vaxtalækkanir á næstunni Með skattkerfisbreytingum stjórnvalda um áramótin „tókst heldur betur að kynda undir verðbólgubálið“ en vísitala neysluverðs hækkaði margfalt meira í janúar en meðalspá greinenda gerði ráð fyrir. Verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði hafa rokið upp og peningastefnunefnd Seðlabankans getur gert lítið annað en „legið á bæn og vonað það besta“, segja sérfræðingar ACRO. 29.1.2026 12:58
Íslandsbanki leysir til sín allt hlutafé í Hringrás Endurvinnslufyrirtækið Hringrás, sem er að stórum hluta óbeint í eigu lífeyrissjóða, hefur verið yfirtekið af Íslandsbanka en rekstur þess hefur gengið fremur erfiðlega samtímis talsverðri skuldsetningu. Stutt er síðan til stóð að selja félagið fyrir milljarða en þau viðskipti féllu niður. 29.1.2026 11:26
Fjárfestarnir sem veðja á að Drangar geti hrist upp í dagvörumarkaðinum Þegar félagið Drangar, sem ætlar að hasla sér völl á dagvörumarkaði í samkeppni við risana tvo sem eru þar fyrir, kláraði yfir þriggja milljarða útboð undir lok síðasta árs voru fjárfestarnir sem bættust við hluthafahópinn að stórum hluta fáeinir lífeyrissjóðir, tryggingafélög og einkafjárfestir. Með þeirri fjármögnun var hægt að halda áfram vinnu við að bæta reksturinn í matvöruhluta Dranga en vænta má þess að verslunum undir merkjum Prís muni fjölga á næstunni. 27.1.2026 12:44
Hækka verðmatið um fjórðung og mæla núna með kaupum í Högum Virðismat á Haga hefur verið hækkað umtalsvert eftir sterkt uppgjör smásölurisans, meðal annars vegnar lækkunar á áhættuálagi og væntinga um betri afkomu, samkvæmt nýrri greiningu. 26.1.2026 16:40
Íbúðalán bankanna skruppu verulega saman og ekki verið minni um langt árabil Aukin samkeppni frá lífeyrissjóðunum á fasteignalánamarkaði og þrengri skilyrði fyrir verðtryggðum lánum átti meðal annars þátt í því að hrein ný íbúðalán viðskiptabankanna drógust saman um tugi prósenta í fyrra og hafa ekki verið minni að umfangi í meira en áratug. 26.1.2026 15:26
Hrund kemur ný inn í stjórn Dranga Á nýafstöðnum hluthafafundi Dranga, nýtt félag á smásölumarkaði og er eigandi að Orkunni, Samkaupum og Lyfjaval, var Hrund Rudolfsdóttir kjörin í stjórn en hún var áður forstjóri Veritas og er stjórnarmaður í nokkrum skráðum fyrirtækjum. 26.1.2026 12:39
Kaldbakur og KEA koma á fót nýjum framtakssjóði Norðlensku fjárfestingafélögin Kaldbakur og KEA hafa gert með sér samkomulag um stofnun nýs framtakssjóðs sem á að fjárfesta í innlendum nýsköpunar- og vaxtarfyrirtækjum. 26.1.2026 12:09