Bandarískt fjárfestingafélag bætist í hóp stærri erlendra hluthafa í Alvotech Fjárfestingafélagið Heights Capital Management er komið með nokkuð drjúgan hlut í Alvotech, sem það eignaðist í tengslum við uppgjör á breytanlegum bréfum sem Alvotech tók yfir við kaup á þróunarstarfsemi Xbrane, og er meðal stærri erlendra fjárfesta í hlutahafahópi líftæknilyfjafélagsins. Bandaríski bankinn Morgan Stanley var langsamlega umsvifamestur á söluhliðinni með Alvotech á öðrum fjórðungi þegar hann losaði um meginþorra allra bréfa sinna. 18.8.2025 16:54
Sektar Landsvirkjun um 1,4 milljarða vegna „alvarlegra brota“ á samkeppnislögum Eftir ítarlega rannsókn hefur Samkeppniseftirlitið (SKE) komist að þeirri niðurstöðu að Landsvirkjun hafi með alvarlegum hætti misnotað markaðsráðandi stöðu sína með verðlagningu á raforku í útboðum Landsnets á árunum 2017 til 2021. Af þeim sökum hefur Samkeppniseftirlitið sektað Landsvirkjun, sem er í eigu ríkissjóðs, um 1,4 milljarða króna. Landsvirkjun segir ákvörðunina koma á óvart og mun kæra hana til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. 18.8.2025 13:18
Hver eru rökin fyrir því að lækka vexti um 25 punkta, þvert á spár greinenda? Greinendur reikna fastlega með því að vöxtum verði haldið óbreyttum þegar peningastefnunefnd kynnir ákvörðun sína á miðvikudaginn enda ekki útlit fyrir að verðbólgan lækki á næstunni. Þótt spennan sé lítil með sjálfa vaxtaákvörðunina verður áhugaverðara að heyra tóninn í yfirlýsingu nefndarinnar og þá hafa hagfræðingar Arion banka jafnframt týnt til helstu rök fyrir því að halda áfram með vaxtalækkunarferlið. 18.8.2025 10:13
Gengi Alvotech tók dýfu með óvæntum söluþrýstingi eftir uppgjör yfir spám Þrátt fyrir að uppgjör Alvotech á öðrum fjórðungi hafi á flesta mælikvarða verið talsvert yfir spám greinenda tók gengi bréfa félagsins væna dýfu fljótlega eftir að markaðir opnuðu daginn eftir. Mikið framboð af bréfum til sölu kom þá inn á markaðinn í gegnum erlendar fjármálastofnanir. 17.8.2025 13:43
Þykir svartsýnin í verðlagningu skuldabréfa „keyra úr hófi fram“ Miðað við þá „Ódysseifsku leiðsögn“ sem peningastefnunefndin hefur gefið út er ljóst að næstu skref í vaxtaákvörðunum munu aðallega ráðast af þróun verðbólgunnar, en horfurnar þar gefa ekki tilefni til bjartsýni um frekari vaxtalækkanir á árinu. Aðalhagfræðingur Kviku telur samt ekki þurfa stór frávik í komandi verðbólgumælingum til að setja lækkun vaxta aftur á dagskrá og undrast svartsýni skuldabréfafjárfesta sem verðleggja inn aðeins tvær vaxtalækkanir næstu þrjú árin. 16.8.2025 12:53
Fjárfestingafélag Soros komið með margra milljarða stöðu í JBT Marel Fjárfestingafélag í eigu hins heimsþekkta fjárfestis George Soros, sem hagnaðist ævintýralega þegar hann felldi breska pundið árið 1992, hefur bæst við hluthafahóp JBT Marel eftir að hafa keypt stóran hlut í félaginu á öðrum fjórðungi. Á sama tíma var umsvifamesti fjárfestingarsjóður í ríkiseigu á heimsvísu jafnframt að byggja upp enn stæri stöðu í félaginu en hlutabréfaverð JBT Marel hefur hækkað skarpt að undanförnu. 15.8.2025 16:06
Mikill rekstrarbati Icelandair „ólíklegur“ miðað við núverandi sterkt gengi krónu Sögulega hátt raungengi krónunnar og framleiðsluspenna setur reksturinn hjá Icelandair í „klemmu“, að mati hlutabréfagreinenda, en verðmat á flugfélaginu lækkar umtalsvert eftir uppgjör sem var langt undir væntingum. Það vinnur með Icelandair að helsti keppinauturinn er að minnka umsvifin en hins vegar er erfitt að sjá rekstrarbata í kortunum næstu misserin við núverandi gildi krónunnar á móti Bandaríkjadal. 12.8.2025 11:17
Fjárfestar minnka skortstöður sínar í Alvotech um meira en þriðjung Eftir að fjárfestar höfðu bætt nánast samfellt verulega við skortstöður sínar með bréf Alvotech á markaði í Bandaríkjunum um nokkurn tíma þá minnkaði umfang þeirra um meira en þriðjung undir lok síðasta mánaðar. Félagið birtir uppgjör sitt eftir lokun markaða á morgun. 12.8.2025 09:57
„Afar háir“ vextir í skuldabréfaútgáfu Play til marks um áhættuna í rekstri félagsins Ársvextirnir sem Play mun greiða fjárfestum í væntanlegri skuldabréfaútgáfu eru að líkindum þeir hæstu sem nokkurt flugfélag er að borga af sambærilegum skuldabréfum, að mati norsks greinanda, og endurspeglar áhættuna í rekstri íslenska félagsins. 11.8.2025 14:54
„Nauðsynlegt að útvíkka starfsemi“ Símans með frekari ytri vexti Vonir standa til þess að hægt verði að efla rekstur Símans með „frekari ytri vexti“, að sögn stjórnarformanns og stærsta hluthafa fjarskiptafyrirtækisins, en „nauðsynlegt er að útvíkka“ starfsemina vegna takmarkana til að geta stækkað á núverandi kjarnamarkaði. 9.8.2025 08:20