Ávinningur hluthafa af samruna geti „varlega“ áætlað numið um 15 milljörðum Samruni Íslandsbanka og Skaga ætti að geta skilað sér í árlegri heildarsamlegð upp á um tvo milljarða, samkvæmt útreikningum hlutabréfagreinenda, en þar munar langsamlega mestu um verulegt kostnaðarhagræði en á móti verður nokkur „neikvæð samlegð“ í þóknanatekjum. Þá telur annar sérfræðingur á markaði að varlega áætlað muni þetta þýða að ávinningurinn fyrir hluthafa geta numið samtals um 15 milljörðum. 7.10.2025 14:15
Gengi bréfa Oculis rýkur upp eftir að greinendur hækka verðmat sitt á félaginu Eftir jákvæða endurgjöf frá FDA við einu af þróunarlyfi sínu við bráðri sjóntugabólgu, sem skapar forsendur til að hefja skráningarrannsóknir, hafa bandarískir greinendur hækkað verðmat sitt á Oculis en árlegar tekjur af lyfinu eru sagðar geta numið þremur milljörðum dala. Fjárfestar hafa brugðist vel við tíðindunum og gengi bréfa félagsins hækkað skarpt. 7.10.2025 11:27
Setur atNorth í söluferli og verðmetur gagnaversfélagið á yfir 500 milljarða Nærri fjórum árum eftir að sjóðastýringarfyrirtækið Partners Group stóð að kaupum á atNorth, sem starfrækir meðal annars þrjú gagnaver hér á landi, er svissneski fjárfestirinn núna byrjaður að skoða að sölu á gagnaversfélaginu og hefur væntingar um að virði þess kunni að vera yfir 500 milljarðar. 6.10.2025 10:19
„Allt í góðum skorðum“ hjá Heimum sem er metið um 30 prósent yfir markaðsgengi Rekstur og afkoma Heima það sem af er árinu hefur verið í „góðum skorðum“ og samkvæmt nýrri greiningu er verðmatsgengi félagsins hækkað lítillega, einkum vegna lægri fjármagnskostnaðar og betri sjóðstöðu. 5.10.2025 09:42
Margt gæti réttlætt vaxtalækkun ef ekki væri fyrir Ódysseifska leiðsögn bankans Hagtölur að undanförnu hafa sýnt veikan hagvöxt, minni verðbólgu en búist var við og raunverðslækkun fasteignaverðs og ef ekki væri fyrir Ódysseifska leiðsögn Seðlabankans þá hefði sú þróun „hæglega“ getað réttlætt 25 punkta vaxtalækkun í næstu viku, að mati aðalhagfræðings Kviku. Ekki er útilokað að nefndarmenn í peningastefnunefnd muni nýta færið á komandi fundi til að opna á vaxtalækkanir við fyrsta tækifæri. 4.10.2025 10:05
Lækka verðmat á Kaldvík um nærri þriðjung vegna óvissu og ytri áfalla Erfiðar ytri aðstæður, minni framleiðsla og versnandi sjóðstaða ráða hvað mestu um að verðmatsgengið á Kaldvík hefur verið lækkað um nærri þrjátíu prósent, samkvæmt nýrri greiningu, en er samt enn nokkuð yfir núverandi markaðsgengi. Eldisfyrirtækið er núna verðlagt rétt undir bókfærðu eigin fé. 3.10.2025 11:16
Betra sjóðstreymi með hækkandi gullverði og mæla með kaupum í Amaroq Vænta má þess að gullvinnsla við Nalunaq-námuna verði búin að ná fullum afköstum um mitt næsta ár, að sögn hlutabréfagreinenda, og Amaroq verði þá farið að skila arðbærum rekstri en gullverð hefur hækkað mikið að undanförnu. Í nýrri greiningu er verðmatsgengi félagsins hækkað nokkuð og mælt með kaupum. 2.10.2025 15:24
Vinna að því að færa átta vélar frá íslenska félaginu yfir til þess maltneska Fulltrúi skuldabréfaeigenda sem lögðu Play til samtals um 2,8 milljarða króna í lok síðasta mánaðar á nú viðræðum við stjórnendur flugfélagsins og flugvélaleigusala þess um að færa átta þotur yfir til maltneska félagsins. Gert er ráð fyrir að sú yfirfærsla klárist í vikunni og er búið að boða til fundar með kröfuhöfum í næstu viku. 29.9.2025 15:28
Verðbólguvæntingar fyrirtækja og heimila standa nánast í stað milli mælinga Ný könnun á verðbólguvæntingum fyrirtækja og heimila, bæði til skemmri og lengri tíma, sýnir að þær héldust meira og minna óbreyttar á alla mælikvarða og eru því enn vel yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Væntingar heimila til eins árs versnuðu hins vegar lítillega á þriðja fjórðungi. 29.9.2025 10:10
Markaðsvirði Lotus hækkað um 500 milljónir dala eftir kaupin á Alvogen US Hlutabréfaverð taívanska lyfjafyrirtækisins Lotus, sem er meðal annars í eigu fjárfestingafélags Róberts Wessman, hefur rokið upp um tugi prósenta á nokkrum dögum eftir að tilkynnt var um kaupin á Alvogen US. 28.9.2025 13:07