Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Á­vinningur hlut­hafa af sam­runa geti „var­lega“ á­ætlað numið um 15 milljörðum

Samruni Íslandsbanka og Skaga ætti að geta skilað sér í árlegri heildarsamlegð upp á um tvo milljarða, samkvæmt útreikningum hlutabréfagreinenda, en þar munar langsamlega mestu um verulegt kostnaðarhagræði en á móti verður nokkur „neikvæð samlegð“ í þóknanatekjum. Þá telur annar sérfræðingur á markaði að varlega áætlað muni þetta þýða að ávinningurinn fyrir hluthafa geta numið samtals um 15 milljörðum. 

Gengi bréfa Ocu­lis rýkur upp eftir að grein­endur hækka verðmat sitt á fé­laginu

Eftir jákvæða endurgjöf frá FDA við einu af þróunarlyfi sínu við bráðri sjóntugabólgu, sem skapar forsendur til að hefja skráningarrannsóknir, hafa bandarískir greinendur hækkað verðmat sitt á Oculis en árlegar tekjur af lyfinu eru sagðar geta numið þremur milljörðum dala. Fjárfestar hafa brugðist vel við tíðindunum og gengi bréfa félagsins hækkað skarpt.

Margt gæti rétt­lætt vaxtalækkun ef ekki væri fyrir Ódys­seifska leið­sögn bankans

Hagtölur að undanförnu hafa sýnt veikan hagvöxt, minni verðbólgu en búist var við og raunverðslækkun fasteignaverðs og ef ekki væri fyrir Ódysseifska leiðsögn Seðlabankans þá hefði sú þróun „hæglega“ getað réttlætt 25 punkta vaxtalækkun í næstu viku, að mati aðalhagfræðings Kviku. Ekki er útilokað að nefndarmenn í peningastefnunefnd muni nýta færið á komandi fundi til að opna á vaxtalækkanir við fyrsta tækifæri.

Lækka verðmat á Kald­vík um nærri þriðjung vegna ó­vissu og ytri á­falla

Erfiðar ytri aðstæður, minni framleiðsla og versnandi sjóðstaða ráða hvað mestu um að verðmatsgengið á Kaldvík hefur verið lækkað um nærri þrjátíu prósent, samkvæmt nýrri greiningu, en er samt enn nokkuð yfir núverandi markaðsgengi. Eldisfyrirtækið er núna verðlagt rétt undir bókfærðu eigin fé.

Betra sjóð­streymi með hækkandi gull­verði og mæla með kaupum í Amaroq

Vænta má þess að gullvinnsla við Nalunaq-námuna verði búin að ná fullum afköstum um mitt næsta ár, að sögn hlutabréfagreinenda, og Amaroq verði þá farið að skila arðbærum rekstri en gullverð hefur hækkað mikið að undanförnu. Í nýrri greiningu er verðmatsgengi félagsins hækkað nokkuð og mælt með kaupum.

Vinna að því að færa átta vélar frá ís­lenska fé­laginu yfir til þess malt­neska

Fulltrúi skuldabréfaeigenda sem lögðu Play til samtals um 2,8 milljarða króna í lok síðasta mánaðar á nú viðræðum við stjórnendur flugfélagsins og flugvélaleigusala þess um að færa átta þotur yfir til maltneska félagsins. Gert er ráð fyrir að sú yfirfærsla klárist í vikunni og er búið að boða til fundar með kröfuhöfum í næstu viku. 

Sjá meira