Útlit fyrir að gjaldeyriskaup lífeyrissjóða hafi tvöfaldast að umfangi í fyrra Gjaldeyriskaup íslensku lífeyrissjóðanna jukust nokkuð hröðum skrefum á síðustu mánuðum ársins 2022 en samhliða því fór gengi krónunnar að gefa talsvert eftir. Útlit er fyrir að hrein gjaldeyriskaup sjóðanna í fyrra verði tvöfalt meiri borið saman við árið 2021 en svigrúm þeirra til að auka vægi fjárfestinga í erlendum gjaldmiðlum í eignasöfnum sínum hefur aukist talsvert eftir miklar verðlækkanir á alþjóðlegum mörkuðum. 3.1.2023 13:30
Héldu áfram að selja í verðbréfasjóðum þrátt fyrir hækkanir á mörkuðum Hreinar innlausnir fjárfesta í innlendum verðbréfasjóðum á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2022 nema samanlagt yfir 37 milljarðar króna á tímabili sem hefur einkennst af mikilli óvissu og hræringum á mörkuðum um allan heim. Ekkert lát var á útflæðinu í nóvember, meðal annars í hlutabréfasjóðum, sem hafa skroppið saman um 30 milljarða frá því í ársbyrjun 2022. 3.1.2023 07:00
Áformar að gefa út ríkisbréf fyrir 140 milljarða og skoðar erlenda fjármögnun Ríkissjóður, sem verður rekinn með um 120 milljarða króna halla á árinu 2023 samkvæmt fjárlagafrumvarpi, áformar að mæta fjárþörf sinni með útgáfu ríkisbréfa fyrir um 140 milljarða króna. Það er litlu lægri fjárhæð en heildarútgáfa ársins 2022 en í ársáætlun lánamála ríkissjóðs segir að til greina komi að gefa út skuldabréf erlendis eða ganga á gjaldeyrisinnstæður ríkisins í Seðlabankanum til að mæta að hluta lánsfjárþörfinni á þessu ári. 2.1.2023 13:35
LSR byggir upp stöðu í fjarskiptafélaginu Nova Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) er orðinn einn allra stærsti hluthafi Nova eftir að hafa sópað upp bréfum í fjarskiptafélaginu á síðustu dögum ársins 2022. Hlutabréfaverð Nova, sem hefur átt undir högg að sækja frá því að það var skráð á markað um mitt síðasta ár, hefur farið hækkandi undanfarnar vikur og ekki verið hærra frá því um miðjan september. 2.1.2023 09:03
Íslendingar selja sig út úr Edition hótelinu til sjóðs í Abú Dabí fyrir 23 milljarða Hópur íslenskra fjárfesta, að stórum hluta lífeyrissjóðir, hefur formlega gengið frá sölu á liðlega 70 prósenta hlut sínum í Reykjavík Edition-hótelinu í Austurhöfn til sjóðs í eigu fjárfestingarfélagsins ADQ í furstadæminu Abú Dabí. 31.12.2022 14:49
Ingibjörg og eigendur Eskju kaupa Hótel Selfoss Hið nýstofnaða eignarhaldsfélag JAE, sem er meðal annars í eigu Ingibjargar Pálmadóttur fjárfestis og eigenda útgerðarfyrirtækisins Eskju, hefur gengið frá kaupum á Hótel Selfoss. Áður hafði sama félag fyrr á árinu einnig eignast Hótel Vestmannaeyjar. 31.12.2022 10:34
LSR fyrsti af stóru lífeyrissjóðunum sem fjárfestir í Alvotech Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) var í hópi innlendra fjárfesta, ásamt meðal annars þremur öðrum lífeyrissjóðum, sem komu að fjármögnun á líftæknilyfjafyrirtækinu Alvotech fyrr í þessum mánuði með kaupum á skuldabréfum sem eru breytanleg í almenn hlutabréf að einu ári liðnu, samkvæmt heimildum Innherja. Á meðal þriggja langsamlega stærstu lífeyrissjóða landsins – LSR, LIVE og Gildis – er LSR fyrsti sjóðurinn sem kemur að fjármögnun á Alvotech en það er í dag orðið verðmætasta fyrirtækið í Kauphöllinni. 29.12.2022 10:31
Áforma að ganga inn í tilboð PT Capital og stækka stöðu sína í Arctic Adventures Fjárfestingafélagið PT Capital frá Alaska, sem er meðal annars stór hluthafi í Nova og Keahótelum, hefur gert tilboð í eignarhlut þriggja hluthafa í Arctic Adventures, samanlagt tæplega helmingshlut. Aðrir hluthafar í félaginu stefna hins vegar að því að nýta sér forkaupsrétt og ganga inn í tilboð PT Capital og þannig stækka umtalsvert við eignarhlut sinn í íslenska ferðaþjónustufyrirtækinu. 28.12.2022 16:00
Alvotech færist nær því að fá markaðsleyfi fyrir stærsta lyf sitt í Bandaríkjunum Bandaríska lyfjaeftirlitið (FDA) hefur lokið umsókn Alvotech um markaðsleyfi fyrir líftæknilyfjahliðstæðu með útskiptileika við gigtarlyfið Humira í háum styrk, sem er mest selda lyf í heimi, og staðfest að framlögð gögn íslenska félagsins sýni fram á að allar kröfur séu uppfylltar. Veiting markaðsleyfis í Bandaríkjunum er nú háð fullnægjandi niðurstöðu endurúttektar eftirlitsins á framleiðsluaðstöðu fyrirtækisins í Reykjavík. 22.12.2022 09:41
Vanguard komið í hóp tíu stærstu hluthafa Íslandsbanka Sjóðir í stýringu bandaríska félagsins Vanguard bættu verulega við eignarhlut sinn í Íslandsbanka undir lok síðustu viku þegar þeir fjárfestu í bankanum samtímis því að fram fór önnur uppfærsla á íslenska markaðinum í flokk nýmarkaðsríkja hjá vísitölufyrirtækinu FTSE Russell. Vanguard er núna á meðal tíu stærsta hluthafa Íslandsbanka. 21.12.2022 10:40