Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja.

Nýjustu greinar eftir höfund

Högnuðust um nærri tuttugu milljarða eftir söluna á Kerecis

Fjárfestingafélag Andra Sveinssonar og Birgis Más Ragnarssonar, sem var stærsti einstaki hluthafinn í Kerecis, hagnaðist um meira en nítján milljarða við risasölu á íslenska líftæknifyrirtækinu á liðnu ári, en frekari viðbótargreiðslur gætu átt eftir að skila sér. Áformað er að greiða út stærstan hluta söluhagnaðarins í arð til hluthafa.

Hagnaður Stefnis minnkar um nærri fjórðung en eignir í stýringu tóku stökk

Sjóðastýringarfyrirtækið Stefnir, dótturfélag Arion banka, sá hagnað sinn dragast nokkuð saman á fyrri árshelmingi samtímis tekjutapi við áframhaldandi krefjandi aðstæður á innlendum mörkuðum. Virkar eignir í stýringu Stefnis jukust hins vegar á sama tíma verulega, einkum eftir að félagið kláraði fjármögnun á tugmilljarða framtakssjóð vegna kaupanna á leigufélaginu Heimstaden.

„Kaldar kveðjur“ að hið opin­bera við­haldi spennu á vinnu­markaði

Það eru kaldar kveðjur til fyrirtækja og landsmanna ef hið opinbera ætlar ekki að leggja sitt lóð á vogarskálarnar, að sögn framkvæmdastjóra SA, en hún segir að gögn sýni það „svart á hvítu“ að sá atvinnugeiri standi undir vexti í fjölgun starfa og viðhaldi því spennu á vinnumarkaði. Fjármála- og efnahagsráðuneytið segir það hins vegar ekki rétt og bendir á að ef litið er til þróunar nýrra starfa eftir rekstrarformum þá hafi þeim fjölgað í takt við almennan vinnumarkað hjá ríki og sveitarfélögum.

Sparkar út frum­lyfinu og mælir með hlið­stæðu Al­vot­ech við Humira

Einn af stóru innkaupaaðilunum á bandarískum lyfjamarkaði hefur ákveðið að fjarlægja framleiðenda frumlyfsins Humira, eitt mesta selda lyf þar í landi um árabil, af endurgreiðslulistum sínum og þess í stað mæla með þremur líftæknilyfjahliðstæðum, meðal annars frá Alvotech. Hlutdeild AbbVie á Humira-markaðnum hefur farið minnkandi eftir að annar innkauparisi tók sömu ákvörðun í upphafi ársins.

Tvö af hverjum þremur nýjum störfum síðasta árið orðið til í opin­bera geiranum

Frá miðju síðasta ári hafa um tvö af hverjum þremur nýjum störfum sem bættust við íslenskan vinnumarkað orðið til hjá opinbera geiranum á meðan vísbendingar eru um að það dragi á sama tíma talsvert úr fjölgun starfa í einkageiranum. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að stjórnvöld hljóti að leita allra leiða til að draga úr spennu á vinnumarkaði, sem hefur átt sinn þátt í að viðhalda þrálátri verðbólgu, með því að horfa þar til eigin umsvifa.

Festa kaup á tuttugu prósenta hlut í norska líf­tækni­fyrir­tækinu Regenics

Sérhæfður fjárfestingarsjóðir í haftengdri starfsemi og Lífeyrissjóður Vestmannaeyja, ásamt hópi fleiri innlendra fjárfesta, hefur klárað samning við Regenics AS um að leggja norska líftæknifyrirtækinu til nýtt hlutafé og eignast um leið tuttugu prósenta hlut í félaginu. Fjárfestingin í fyrirtækinu, sem vinnur að þróun á sárameðhöndlunarvörum úr laxahrognum, gæti numið yfir 50 milljónum norskra króna.

Á­hyggju­efni ef „við sitjum föst eftir“ meðan stóru seðla­bankarnir lækka vexti

Haldist verðbólga þrálát á sama tíma og vaxtalækkunarferli helstu seðlabanka heimsins er að byrja, einkum í Bandaríkjunum, er það „áhyggjuefni“ ef Ísland mun þá sitja eftir sem gæti ýtt undir frekari hækkun á raungenginu og dregið úr samkeppnishæfni, að sögn seðlabankastjóra. Hann viðurkennir að viðvarandi háar langtímaverðbólguvæntingar séu til marks um vantrú á öllu kerfinu – peningastefnunni, ríkisfjármálunum og aðilum vinnumarkaðarins – að það muni takast að ná niður verðbólgunni, en það sé samt engin afsökun fyrir Seðlabankann að hafa ekki náð þar meiri árangri.

Er­lendur sjóður fjár­festi í Al­vot­ech fyrir meira en tvo milljarða

Hlutabréfasjóðir hjá Redwheel, alþjóðlegt sjóðastýringarfélag sem hefur nýverið byggt upp stöðu Heimum, fjárfestu á sambærilegum tíma fyrir jafnvirði meira en tvo milljarða króna í líftæknilyfjafélaginu Alvotech á íslenska markaðinum undir lok síðustu viku. Eftir skarpt verðfall á hlutabréfaverði félagsins hefur það rétt úr kútnum að undanförnu samtímis meðal annars fregnum um aukið innflæði erlendra sjóða í bréfin og góðum gangi í sölu á stærsta lyfi Alvotech í Bandaríkjunum.

Harður tónn ­bankans sem segir kraft í inn­lendri eftir­spurn kalla á „var­kárni“

Þrátt fyrir að hægt hafi á innlendri eftirspurn síðasta árið samhliða hækkandi raunvöxtum þá er enn spenna í þjóðarbúinu og hún lítið minnkað frá því á vormánuðum, að sögn peningastefnunefndar Seðlabankans, sem heldur vöxtum óbreyttum í 9,25 prósent sjötta fundinn í röð. Útlit er fyrir að það muni taka „nokkurn tíma“ að ná fram ásættanlegri hjöðnun verðbólgunnar en samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans hafa hagvaxtarhorfur þessa árs samt verið lækkaðar um meira en helming.

Heiðar byggir upp stöðu í smá­sölurisanum Festi

Fjárfestirinn Heiðar Guðjónsson, fyrrverandi forstjóri og aðaleigandi Sýnar um árabil, er kominn í hóp umsvifamestu einkafjárfestanna í Festi í kjölfar þess að þeir Þórður Már Jóhannesson og Hreggviður Jónsson seldu sig út úr félaginu fyrr í sumar. Heiðar hefur byggt upp stöðu í félaginu, sem rekur meðal annars eldsneytisstöðvar undir merkjum N1 og verslanir Krónunnar og Elko, í gegnum framvirka samninga.

Sjá meira