Fréttamaður

Jón Ísak Ragnarsson

Jón Ísak er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Enginn drukkinn jóla­sveinn í jólaþorpi Hafnar­fjarðar

Foreldrar barna í Hafnarfirðinum og víðar hafa sumir farið á samfélagsmiðla og kvartað yfir jólasveini í Hellisgerði í jólaþorpi Hafnarfjarðar. Sumir segja að hann hafi hunsað öll börn sem til hans komu og að hann hafi verið drukkinn, og auk þess hafi hann ekki talað íslensku. Verkefnastjóri jólaþorpsins segir að rekstraraðilar í Hellisgerði hafi viljað hjálpa til og verið með aukajólasvein á sínum snærum, og vísar því á bug að hann hafi verið drukkinn.

Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur

Tilkynnt var um umferðarslys í Hafnarfirði í dag þar sem engin slys urðu á fólki en bifreiðin var mikið skemmd. Ökumaður viðurkenndi að hafa verið í símanum og var einnig grunaður um að vera undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Ökumaður var vistaður í fangageymslu.

Ók á ljósa­staur við Grens­ás­veg

Ökumaður ók bifreið á ljósastaur við Grensásveg á ellefta tímanum í dag. Sjúkrabíll var sendur á svæðið en engin meiriháttar slys urðu á fólki.

Eldur kviknaði í bíl í Mos­fells­bæ

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út þegar eldur kviknaði í bifreið á Vesturlandsvegi við Brúarfljót í Mosfellsbæ á níunda tímanum í kvöld. 

Læknar fara þokka­lega bjart­sýnir inn í morgun­daginn

Steinunn Þórðardóttir formaður læknafélags Íslands segir að fundur félagsins með samninganefnd ríkisins í dag hafi gengið vel og hún horfir bjartsýn á morgundaginn. Náist samningar á morgun verður ekkert af boðuðu verkfalli lækna sem annars myndi hefjast á miðnætti annað kvöld.

Við­reisn stærst sam­kvæmt nýrri kosninga­spá en mjótt á munum

Viðreisn er orðin stærsti flokkurinn í nýrri kosningaspá Metils, en afar mjótt er á munum milli Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar, sem skipa annað og þriðja sætið. Gangi spáin eftir næðu Sósíalistar, Vinstri grænir, Píratar og Lýðræðisflokkurinn ekki á þing.

Hvetja í­búa Suður­nesja til að spara heita vatnið

HS Orka biður viðskiptavini sína á Suðurnesjum um að vera undir það búin að eldgosið við Grindavík gæti haft áhrif á afhendingu á heitu vatni. Íbúar eru hvattir til að fara sparlega með heita vatnið og halda varma inn í húsum með því að hafa glugga lokaða.

Ís­land virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir Ísland virða sjálfstæði og ákvarðanir Alþjóðlega sakamáladómstólsins í Haag sama hver eigi í hlut. Dómstóllinn gaf í fyrradag út handtökuskipanir á hendur Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael, Yoav Gallant fyrrverandi varnarmálaráðherra landsins, og þremur leiðtogum Hamas, sem allir eru taldir látnir.

Sjá meira