Tíufréttir heyra sögunni til RÚV ætlar að hætta að senda út sjónvarpsfréttir klukkan tíu á kvöldin. Þá mun fréttatíminn sem er í dag klukkan sjö á kvöldin færast til klukkan átta. 23.4.2025 14:50
Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Eftir fráfall Frans páfa styttist nú óðfluga í að næsti páfi kaþólsku kirkjunnar er valinn. Það gera kardínálar fyrir luktum dyrum í Sixtínsku kapellunni í Páfagarði. 22.4.2025 18:06
Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot, barnaverndarlagabrot og brot í nánu sambandi. Meint brot mannsins beindust samkvæmt ákæru bæði að barnsmóður hans og börnum þeirra. Hann er meðal annars ákærður fyrir að læsa konuna úti í snjóbyl og meina henni að hitta barn þeirra sem lá á sjúkrahúsi nema hún myndi sárbæna hann og biðja afsökunar. 19.4.2025 15:12
Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Vladímír Pútín Rússlandsforseti tilkynnti í dag „páskavopnahlé“ í stríðsátökum þeirra við Úkraínu. Umrætt vopnahlé á að hefjast í kvöld og standa yfir til miðnættis á sunnudag. 19.4.2025 14:23
Koma strandaglópunum heim í kvöld Leiguflugvél á vegum Play mun fara frá Barselóna klukkan 20:15 á staðartíma í kvöld. Hún á að fljúga með strandaglópa til Íslands. 19.4.2025 13:42
Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi á dögunum ungan karlmann fyrir stunguárás. Maðurinn var ólögráða þegar brotið var framið að kvöldi til árið 2022 og var það niðurstaða Héraðsdóms að fresta refsingu hans og láta hana falla niður eftir tvö ár. 19.4.2025 12:14
„Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Hátt í níutíu íslenskir piltar, þar af sjötíu undir lögaldri, eru fastir ásamt fylgdarliði á flugvellinum í Barselóna þessa stundina. Í hópnum eru allt niður í fjórtán ára börn og einhver enn þá yngri systkini. Drengirnir sem eru annars vegar Skagamenn og hins vegar Grindvíkingar voru í keppnisferð í fótbolta, að taka þátt í Daurada Cup í Salou. Pappírar sem gera fararstjórum kleift að ferðast með strákana renna út í dag. 19.4.2025 10:08
Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Brotist var í verslun í Reykjavík í gærkvöldi eða nótt þar sem sjóðsvél var stolið. Atvikið sést á upptökum. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en þar segir að um skipulagðan þjófnað sé að ræða og að málið sé í rannsókn. 19.4.2025 07:26
Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Gæsluvarðhaldið yfir konu um þrítugt vegna rannsóknar á andláti föður hennar hefur verið framlengt um þrjár vikur, eða til 7. maí næstkomandi. 16.4.2025 15:59
Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir stunguárás sem beindist gegn tveimur og er sögð átti sér stað í húsnæði Matfugls á Kjalarnesi síðastliðna nýársnótt. Héraðssaksóknari, sem ákærir í málinu, vill meina að um tilraun til manndráps hafi verið að ræða. 15.4.2025 13:25