Mannekla bindur hendur héraðssaksóknara í samráðsmáli Embætti héraðssaksóknara hefur ekki mannafla til þess að halda úti rannsókn á ólöglegu samráði Eimskipa og Samskipa á sama tíma og möguleg brot nálgast það að fyrnast. Sex starfsmönnum embættisins var sagt upp í fyrra vegna niðurskurðarkröfu stjórnvalda. 5.10.2024 07:03
Segir valsað um sjúkraskrána eins og á rölti um Kringluna Lögmaður flugmanns sem kvartaði til Persónuverndar vegna aðgangs Samgöngustofu að sjúkraskrá hans segir stofnunina fara með rangt mál um hverjir höfðu aðgang að gögnunum. Flugmaðurinn missti starfsleyfi sitt á grundvelli upplýsinga úr sjúkraskránni sem lögmaðurinn segir hafa verið teknar úr samhengi. 4.10.2024 15:02
Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur fengið vilyrði fyrir því að leggja allt að 45 prósent refsitoll á kínverska rafbíla þrátt fyrir andstöðu stærsta bílaframleiðanda álfunnar. Tollarnir eru svar við ríkisaðstoð við kínverska rafbílaframleiðslu sem ESB er ósátt við. 4.10.2024 10:45
Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Samkomulag hefur náðst á milli stéttarfélaga hafnarverkamanna og eigenda hafna um að binda enda á þriggja daga langt verkfall sem hefur stöðvað skipaflutninga til stórra hafna á austurströnd Bandaríkjanna og við Mexíkóflóa. 4.10.2024 08:40
Nýnasisti sagðist ekki hafa stungið börn vegna rasisma Finnskur nýnasisti sem stakk tvö börn í verslunarmiðstöð í Oulu í Finnlandi í sumar hafnaði því að hann hefði verið knúinn áfram af kynþáttahatri þegar réttarhöld hófust yfir honum í vikunni. Hann er ákærður fyrir tilraun til manndráps. 3.10.2024 11:50
Meiri stuðningur við Borgarlínu í Reykjavík en annars staðar Tæpur helmingur Reykvíkinga er hlynntur lagningu Borgarlínu en aðeins rúmlega þriðjungur íbúa nágrannasveitarfélaganna. Um það bil þriðjungur er andvígur viðbótinni við almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu í nýrri könnun. 3.10.2024 10:08
Slökkva á tækjum næstvíðförlasta geimfarsins til að lengja líf þess Verkfræðingar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA slökktu á einu mælitækja Voyager 2, næstvíðförlasta geimfars sögunnar, til þess að spara orku og framlengja líftíma þess í síðasta mánuði. Farið hefur þegar verið í geimnum í hátt í hálfa öld. 3.10.2024 09:50
Lét sér fátt um finnast að Pence væri í hættu „Hvað með það?“ er Donald Trump sagður hafa svarað þegar honum var sagt að Mike Pence, varaforseti hans, hefði þurft að flýja undan æstum múgi sem réðst á bandaríska þinghúsið. Þetta kemur fram í gögnum úr rannsókn á árásinni sem voru lögð fram í gær. 3.10.2024 09:01
Metóánægja með ríkisstjórnina en enn færri ánægðir með stjórnarandstöðuna Aðeins tæp fjórtán prósent aðspurðra segjast vera ánægð með störf ríkisstjórarinnar í nýrri könnun Maskínu og hefur hlutfallið aldrei mælst lægra. Enn færri segjast ánægðir með stjórnarandstöðuna en töluvert færri eru óánægðir með hana en ríkisstjórnina. 2.10.2024 14:58
Þrír ungir Svíar handteknir vegna sprenginganna í Kaupmannahöfn Lögreglan í Kaupmannahöfn segist hafa handtekið þrjú sænsk ungmenni vegna sprenginga við ísraelska sendiráðið í borginni í nótt. Talið er að tvær handsprengjur hafi verið sprengdar um hundrað metrum frá sendiráðinu. 2.10.2024 14:11