Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ætlar að selja stuðning við nýja ríkis­stjórn dýrt

Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna í útlegð lagði fram afdráttarlausar kröfur þegar fulltrúi starfandi ríkisstjórnar Spánar leitaði til hans um stuðning við myndun nýrrar stjórnar á mánudag. Hann setur það sem skilyrði að spænsk stjórnvöld felli niður öll dómsmál á hendur sjálfstæðissinnum.

Vilja flokka „rjóma­sprautu­gas“ sem fíkni­efni

Breska ríkisstjórnin vill skrá nituroxíðgas sem ávana- og fíkniefni og banna notkun þess fyrir árslok. Gasið er sérstaklega vinsælt á meðal ungs fólks sem sniffar það meðal annars úr rjómasprautuhylkjum.

Furðar sig á að sjúkra­lið taki við skipunum frá lög­reglu

Stuðningsmenn tveggja kvenna sem eru hlekkjaðar við tunnur í möstrum hvalveiðiskipa í Reykjavíkurhöfn segjast hafa hringt í ítrekað á sjúkrabíl vegna ástands annarrar þeirra en án árangurs í morgun. Vinur þeirra furðar sig á því að sjúkralið svari til lögreglunnar.

Grunaður um að drepa tvær ungar konur í Ár­ósum

Karlmaður á þrítugsaldri er grunaður um að hafa drepið tvær ungar konur í úthverfi Árósa í Danmörku. Hann var handtekinn í tengslum við dauða átján ára stúlku um helgina en er nú talinn hafa átt þátt í dauða annarrar konu í júlí. Konurnar eru taldar hafa látist af völdum eitrunar.

Endur­nýjar ekki korn­samning nema kröfum hans verði mætt

Vladímír Pútín Rússlandsforseti ljær ekki máls á því að endurvekja samkomulag um kornflutning á Svartahafi nema vestræn ríki fallist á kröfur hans um tilslakanir fyrir Rússland. Geri þau það verði hægt að endurnýja samninginn á fáum dögum.

Valda­ræningi lætur lýsa sig for­seta Gabons

Leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Gabon sór embættiseið sem bráðabirgðaforseti landsins í dag. Hann hét því að skila völdum aftur til þjóðarinnar í frjálsum og trúverðugum kosningum.

Mann­skæðir vatna­vextir í úr­helli á Spáni

Að minnsta kostir tveir eru látnir í miklum vatnavöxtum á Spáni. Fólki hefur verið bjargað af húsþökum og vegir og járnbrautarlínur hafa lokast vegna úrhellisrigningarinnar sem byrjaði að falla í gær.

Scholz með lepp fyrir auga eftir hlaupaslys

Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, birti mynd af sér með lepp fyrir auganu í morgun. Kanslarinn aflýsti viðburðum um helgina eftir að hann hrasaði og datt á andlitið þegar hann var úti að skokka.

Sjá meira