fréttamaður

Kristján Már Unnarsson

Kristján Már er einn reynslumesti fréttamaður landsins og hefur verið á vettvangi í þrjátíu ár. Hann er einnig með þættina Um land allt og Landnemana á Stöð 2.

Nýjustu greinar eftir höfund

Þegar Reyðfirðingar fengu lyftublokkir og hringtorg

Dagurinn sem breytti öllu á Reyðarfirði var 15. mars árið 2003 þegar samningar voru undirritaðir um smíði álvers Alcoa. Þetta austfirska sjávarþorp, sem áður hét Búðareyri, stökkbreyttist á skömmum tíma í iðnaðarbæ og íbúafjöldinn meira en tvöfaldaðist.

Haganesvík langt frá því að vera eitthvert Disneyland

Líf hefur færst á ný í eyðiþorpið Haganesvík í Fljótum. Bandaríska lúxushótelið að Deplum breytti gömlu verslunarhúsi í hljóðupptökuver og gömlu sláturhúsi í íþróttasal - allt fyrir efnaða ferðamenn til að stytta sér stundir.

Spáð að þessi verði fyrsta rafknúna farþegaflugvélin

Þegar rafmagnsflugvélin Alice hóf sig til flugs fyrir tólf dögum frá Grant County-alþjóðaflugvellinum í Washington-ríki í Bandaríkjunum sagði CNN-fréttastofan að hún væri fyrsta farþegaflugvél heims, sem alfarið væri rafknúin, til að taka flugið. Þetta fyrsta reynsluflug hennar varði í átta mínútur og fór hún í 3.500 feta hæð.

Sniðglíma á lofti reynd til að fella glímukóng Íslands

Enginn bær á Íslandi státar af öflugri glímuköppum um þessar mundir en Reyðarfjörður. Glímukóngur Íslands, Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, handhafi Grettisbeltisins, og glímudrottning Íslands, Kristín Embla Guðjónsdóttir, handhafi Freyjumensins, eru bæði Reyðfirðingar.

Vonast til að öryggis- og varnarsamstarf borgi rekstur Kangerlussuaq-flugvallar

Stærsti stjórnmálaflokkur Grænlands, Siumut, vonast til að samningar um öryggis- og varnarsamstarf við danska herinn, og hugsanlega einnig Bandaríkin, greiði hluta af þeim kostnaði sem fylgir því að reka flugvöllinn í Kangerlussuaq áfram eftir að hann missir hlutverk sitt sem aðalflugvöllur Grænlands eftir tvö ár. Þetta sagði talsmaður flokksins, Doris J. Jensen, í umræðum í grænlenska þinginu í liðinni viku.

Þurfa að kunna íslensku til að komast í hestafræði á Hólum

Um fjörutíu prósent nemenda sem komast að í hestafræði við Háskólann á Hólum eru útlendingar, og það þrátt fyrir að það sé inntökuskilyrði að geta talað íslensku. Rektor segir skólann útskrifa að minnsta kosti tíu sendiherra á hverju vori.

Sjá meira