Fréttamaður

Lillý Valgerður Pétursdóttir

Lillý er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Metfjöldi á bið­lista og mögu­lega þarf að vísa frá

Metfjöldi barna bíður nú eftir ADHD- eða einhverfugreiningu hjá Geðheilsumiðstöð barna eða nærri tvö þúsund og fimm hundruð börn. Aldrei hafa jafn margar tilvísanir borist og á þessu ári. Yfirlæknir segir í skoðun að vísa börnum í meira mæli frá.

„Þetta er ekkert líf“

Íslenskur karlmaður sem hlaut mænuskaða í mótorhjólaslysi í Frakklandi segir líf sitt vera í biðstöðu. Hann hefur verið fastur á endurhæfingardeild Landspítalans í tæpt ár. Hann fékk úthlutað íbúð í vor og borgar leigu af henni en getur ekki flutt inn í hana vegna skorts á þjónustu og tækjum.

Enn ó­vissa um þing­lok

Algjör óvissa er enn um hvenær Alþingi nær að ljúka störfum. Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis segir mörg mál bíða afgreiðslu en veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar er aftur á dagskrá þingsins í dag.

„Á­skorunin er úrræðaleysið“

Tilkynningum til barnaverndar fjölgaði verulega á milli áranna 2023 og 2024 eða um fimmtán hundruð. Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að úrræði fyrir börn hafi ekki aukist í takt við fjölgun síðustu ára. Hún segir að ofbeldi sé að aukast þvert yfir samfélagið.

Fimm­tán Ís­lendingar vilja komast heim

Hópur Íslendinga hefur óskað eftir aðstoð stjórnvalda við að komast frá Íran og Ísrael. Bandaríkjaforseti gefur óljós svör um hvort hann blandi sér í deiluna.

Ó­tækt að í­þrótta­fé­lögin selji á­fengi án leyfis

Forseti ÍSÍ segir ótækt að íþróttafélögin selji áfengi á íþróttaviðburðum án þess að hafa til þess leyfi. Innan við helmingur félaga á höfuðborgarsvæðinu má selja áfengi og ekkert þeirra er með útiveitingaleyfi. Heilbrigðisráðherra segir að skýra þurfi reglur.

Teikn á lofti þegar kemur að á­fengis­neyslu ung­linga

Teikn á lofti eru um að áfengisneysla meðal unglinga sé að aukast. Þetta segir formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum en hann furðar sig á að fimm árum eftir að netsala áfengis var kærð til lögreglu sé enn engin niðurstaða komin í málið.

„Ég veit ekki al­veg hvað er að fara að gerast“

Seðlabankastjóri segir óvissu fyrir hendi í hagkerfinu og því erfitt að segja til um hvort hægt verði að lækka stýrivexti frekar í bráð. Þá séu áhyggjur uppi vegna byggingariðnaðarins þar sem verktakar geti setið uppi með óseldar íbúðir ef það hægist á sölu á fasteignamarkaði. Þá ítrekar hann mikilvægi þess að innlent greiðslumiðlunarkerfi verði tryggt.

Sjá meira