Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur er fréttamaður á fréttastofu Sýnar. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kveikt í Rice Krispies á Borg í Gríms­nesi

Félagsheimilið á Borg í Grímsnesi breyttist í vísindahús um helgina þegar Háskólalestinn var þar á ferð þar sem gestir og gangandi gátu reynt á hæfileika sína í því að taka fréttaviðtöl, prófað tól og tæki sjúkraþjálfara, kynnst ólíkum heimum gervigreindar og kynnst ævintýrum fuglanna með fuglafræðingi svo eitthvað sé nefnt.

Heil­brigðis­stofnun Suður­lands þarf nýja byggingu á Sel­fossi

Starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands eykst og eykst en á sama tíma fær stofnunin ekki það fjármagn, sem hún þarf á að halda. Heimsóknir á bráðamóttökuna á Selfossi hafa til dæmis aukist um 36% á síðustu fjórum árum og meðallegutími á sjúkrahúsinu hefur tvöfaldast á sama tímabili, eða úr 7,5 dögum í rúmlega 15 daga.

70 ára af­mæli Tón­listar­skóla Ár­nesinga fagnað

Það var líf og fjör á Laugarvatni um helgina þegar um 200 nemendur Tónlistarskóla Árnesinga komu saman til að spila á hljóðfæri sín í tilefni af 70 ára afmæli skólans fyrir gesti á sérstökum afmælistónleikum í íþróttahúsinu á Laugarvatni í gær, 15. nóvember.

Keldnakirkja á Keldum er 150 ára

Haldið verður upp á 150 ára afmæli Keldnakirkju á Keldum í Rangárþingi ytra í dag en kirkjan er gömul sveitakirkja, sem hefur alltaf verið mjög vel við haldið. Oddasókn á kirkjuna en stefnt er að því að Þjóðminjasafn Íslands taki kirkjuna yfir á nýju ári.

Göngu­garpar munu mynda Ljósa­foss niður Esjuna

Það stendur mikið til við Esjuna í dag en þar fer fram svokölluð „Ljósafossganga“ til styrktar Ljósinu þar sem allir verða með höfuðljós og mynda þannig foss þegar gengið verður niður fjallið í myrkrinu. Sjóvá styrkir Ljósið um 2.000 krónur fyrir hvern, sem mætir við Esjurætur, hvort sem viðkomandi ætlar að ganga eða hvetja göngugarpana áfram.

Nýtt fyrir­tæki í Grinda­vík með 24 starfs­menn

Framtíð atvinnulífsins í Grindavík er björt segir framkvæmdastjóri VikNordik, sem er nýtt fyrirtæki á staðnum með tuttugu og fjóra starfsmenn. Fyrirtækið er sérhæft í plastsuðu og hefur þjónustað fiskeldisfyrirtæki í Færeyjum og Íslandi.

Sjá meira