Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Félagsheimilið á Borg í Grímsnesi breyttist í vísindahús um helgina þegar Háskólalestinn var þar á ferð þar sem gestir og gangandi gátu reynt á hæfileika sína í því að taka fréttaviðtöl, prófað tól og tæki sjúkraþjálfara, kynnst ólíkum heimum gervigreindar og kynnst ævintýrum fuglanna með fuglafræðingi svo eitthvað sé nefnt. 23.11.2025 20:05
Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands eykst og eykst en á sama tíma fær stofnunin ekki það fjármagn, sem hún þarf á að halda. Heimsóknir á bráðamóttökuna á Selfossi hafa til dæmis aukist um 36% á síðustu fjórum árum og meðallegutími á sjúkrahúsinu hefur tvöfaldast á sama tímabili, eða úr 7,5 dögum í rúmlega 15 daga. 23.11.2025 13:05
„Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Íbúar og starfsfólk hjúkrunarheimilisins Móbergs á Selfossi dönsuðu og dilluðu sér, sem aldrei fyrr á Elvis Presley tónleikum í gær þegar leikari í gervi Presleys mætti með hans allra vinsælustu lög 22.11.2025 20:05
Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi Mikill hugur er í íbúum í Ölfusi að styrkja enn frekar ferðaþjónustu í sveitarfélaginu með margvíslegum hætti og er ein hugmyndin að búa til svokallaðan „Eldhring“ svipað og Gullna hringinn svonefnda. 22.11.2025 14:04
80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Sjaldan eða aldrei hafa nemendur Menntaskólans að Laugarvatni hafi eins mikinn áhuga á að syngja í kór skólans eins og núna því 119 nemendur af 152 nemendum skólans eru í kórnum. 21.11.2025 20:04
70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Það var líf og fjör á Laugarvatni um helgina þegar um 200 nemendur Tónlistarskóla Árnesinga komu saman til að spila á hljóðfæri sín í tilefni af 70 ára afmæli skólans fyrir gesti á sérstökum afmælistónleikum í íþróttahúsinu á Laugarvatni í gær, 15. nóvember. 16.11.2025 20:05
Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Haldið verður upp á 150 ára afmæli Keldnakirkju á Keldum í Rangárþingi ytra í dag en kirkjan er gömul sveitakirkja, sem hefur alltaf verið mjög vel við haldið. Oddasókn á kirkjuna en stefnt er að því að Þjóðminjasafn Íslands taki kirkjuna yfir á nýju ári. 16.11.2025 12:11
Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Þeir eru fallegir forystu sauðirnir hjá bónda í Flóanum, sem eru líka mjög fallega hyrndir og vekja alls staðar mikla athygli þar sem þeir koma fyrir glæsileika sinn. 15.11.2025 21:38
Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Það stendur mikið til við Esjuna í dag en þar fer fram svokölluð „Ljósafossganga“ til styrktar Ljósinu þar sem allir verða með höfuðljós og mynda þannig foss þegar gengið verður niður fjallið í myrkrinu. Sjóvá styrkir Ljósið um 2.000 krónur fyrir hvern, sem mætir við Esjurætur, hvort sem viðkomandi ætlar að ganga eða hvetja göngugarpana áfram. 15.11.2025 12:17
Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Framtíð atvinnulífsins í Grindavík er björt segir framkvæmdastjóri VikNordik, sem er nýtt fyrirtæki á staðnum með tuttugu og fjóra starfsmenn. Fyrirtækið er sérhæft í plastsuðu og hefur þjónustað fiskeldisfyrirtæki í Færeyjum og Íslandi. 11.11.2025 21:04