Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit „Lambið kom í heiminn í morgun okkur öllum á óvörum en svona er lífið í sveitinni, alltaf eitthvað spennandi að gerast. Ærin heitir Svanhildur, lambið heitir Tígull og faðirinn heitir Máni. Svanhildur bar snemma í morgun,” segir Guðmundur Karl Magnússon á bænum Gríshóli í Helgafellsveit á Snæfellsnesi aðspurður um lambið, sem fæddist þar snemma í morgun, 4. janúar, sem er mjög óvenjulegur tími fyrir sauðburð, sem er jú alltaf á vorin. 4.1.2026 19:04
„Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna „Flest öllum þykir vænt um bóndann, bóndann sem er á bak við matvælin, bóndann sem er á bak við Bændasamtökin en rosalega mörgum er illa við kerfið”, segir formaður Bændasamtaka Íslands og vísar þar í að landsmenn þurfi að tengja við íslenska bændur þegar keypt eru íslensk matvæli í verslunum. 4.1.2026 13:06
Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Nýársbarnið á Suðurlandi fæddist á fæðingadeildinni á Selfossi í gær, 1. janúar, klukkan 17:06 en það var stúlka og fjölskyldan býr á Eyrarbakka. Foreldrar hennar eru þau Natalía Embla Þórarinsdóttir og Halldór Ingvar Bjarnason og stóri bróðir heitir Stormur Hrafn Halldórsson. 2.1.2026 20:06
„Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir, sem skila raunverulegum árangri í loftlagsmálum”, segir formaður Bændasamtakanna og bætir við að það hafi verið jákvæð skref í vetur þegar veittur var fjárfestingastuðningur til ylræktarbænda til að draga úr orkukostnaði. 27.12.2025 13:05
Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Hjólbörur hefði komið sér sérstaklega vel fyrir nemanda í Fjölbrautaskóla Suðurlands fyrir öll verðlaunin, sem viðkomandi hlaut við brautskráningu. Auk þess að hljóta styrk frá Hollvarðasamtökum skólans fékk nemandinn sérstakar viðurkenningar í þýsku, íslensku, viðskipta- og hagfræðigreinum, ensku, félagsgreinum og stærðfræði. 23.12.2025 20:05
Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu Mikill hugur er í þeim, sem stunda ferðaþjónustu í uppsveitum Árnessýslu á nýju ári, árinu 2026, enda alltaf ný og ný fyrirtæki að bætast í hóp ferðaþjónustufyrirtækja á svæðinu. 21.12.2025 13:03
Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Selfyssingar, sextíu ára og eldri hafa sjaldan eða aldrei verið eins tilbúnir til að taka á móti jólunum eins og nú enda búnir að vera í sérstakri heilsuefling frá því í haust til að gera sig klára fyrir jólahátíðina. 18.12.2025 20:04
Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Lungnadeild Landspítalans í Fossvogi og lungnadeild Reykjalundar var að berast höfðingleg gjöf frá skjólstæðingi deildanna en hann safnaði þremur milljónum króna og gaf deildunum sex ferðasúrefnistæki. 16.12.2025 22:32
270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Íbúum í Ölfusi hefur fjölgað um 40 prósent á síðustu átta árum og eru nú komnir á fjórða þúsund. Í dag eru 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn. 14.12.2025 13:06
Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð, sem íbúar á Sólheimum í Grímsnesi sjá um að halda úti og taka á móti óskalögum frá hlustendum enda stoppar ekki óskalagasíminn. 10.12.2025 21:30
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent