Bátarnir frá eldgosinu í Vestmannaeyjum málaðir á vita Allir bátarnir, sem fluttu Eyjamenn til landsins í eldgosinu 1973 hafa verið málaðir á vita í Vestmannaeyjum en vitinn vekur alltaf mikla athygil ferðamanna. 5.10.2024 21:04
Biskup Íslands predikar í Vík á 90 ára afmæli kirkjunnar Það iðar allt af lífi og fjöri í Vík í Mýrdal um helgina en þar fer fram Regnboginn 2024, sem er menningarhátíð fyrir íbúa og gesti þeirra. Einn af hápunktum helgarinnar er heimsókn biskups Íslands til Víkur á morgun til að predika á 90 ára vígslu- og afmælishátíð Víkurkirkju. 5.10.2024 13:16
Það er töff að vera sauðfjárbóndi Íslenska sauðkindin er í mikilli sókn um þessar mundir ef marka má áhuga fólks á viðburðum þar sem hún er til sýnis eins og fjárlitasýningu í Rangárþingi ytra. 3.10.2024 20:05
105 ára og syngur í kór - Sérrí og Baileys eftir æfingu Það slær ekki slöku við heimilisfólkið á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi því þau eru með kór þar sem elsti félaginn er 105 ára gamall. Eftir æfingu er boðið upp á sérríglas og Baileys. 29.9.2024 20:05
Bæjarstjórinn óttast ekki fólksflótta úr Árborg Bæjarstjóri Árborgar óttast ekki flótta úr sveitarfélaginu eftir að samþykkt var að hækka útsvar á íbúa tímabundið, sem mun skila sveitarfélaginu um einum milljarði króna í tekjur. Eftir að meirihluti Sjálfstæðismanna tók við völdum í Árborg 2022 hefur stöðugildum hjá sveitarfélaginu verið fækkað um eitt hundrað, sem hluti af aðhaldsaðgerðum bæjaryfirvalda. 29.9.2024 14:08
Ávaxtakarfan frumsýnd í Hveragerði Immi ananas, Mæja jarðarber, Rauða eplið, Gedda gulrót og græni bananinn verða eflaust áberandi í Hveragerði á næstu vikum því Ávaxtakarfan var frumsýnt þar í dag eftir margra vikna æfingaferli. Leikstjórinn er hæst ánægður með útkomuna. 28.9.2024 20:33
Ullarvika til heiðurs íslensku sauðkindinni Það verður mikið um að vera á Suðurlandi næstu sjö daga þegar íslenska ullin er annars vegar því sérstök ullarvika er að hefjast með fjölbreyttri dagskrá eins og fjárlitasýningu, spunasamkeppni og tískusýningu. 28.9.2024 14:05
Um 100 þúsund fjár slátrað á Selfossi Um hundrað og tíu erlendir starfsmenn komu sérstaklega til landsins til að vinna í sláturtíðinni hjá SS á Selfossi, margir vanir slátrar og fólk, sem hefur komið oft áður til að vinna í sláturtíðinni. Um hundrað þúsund fjár verður slátrað nú í haust í sláturhúsinu. 26.9.2024 20:04
Reikna með 700 þúsund ferðamönnum í Reykjadal Framkvæmdir eru nú hafnar við Reykjaböðin, ný náttúrböð í Reykjadal við Hveragerði. Auk baðanna á að byggja upp miðstöð fyrir vinnustofur, ráðstefnusali, veitingastað og gistirými fyrir um 180 manns í fjölda skála á svæðinu. Framkvæmdirnar eru nú þegar full fjármagnaðar. 25.9.2024 22:02
Ytri Rangá hefur gefið 4 þúsund laxa í sumar Lax númer fjögur þúsund veiddist í gær í Ytri Rangá þegar Gestur Antonsson veiðimaður frá Ólafsfirði landaði fallega nýgenginni 60 cm hrygnu á Stallsmýrarfljóti um miðjan dag. Þar veiddust samtals 53 laxar í gær, vel dreift um alla á en veiði í ánni hefur verið mjög góð í sumar. 25.9.2024 17:32