Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur flytur fréttir fyrir Stöð 2, Vísi og Bylgjuna. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ala upp hrafnsunga sem elskar kattamat

Það er mikil hamingja á heimili í Árborg eftir að fjölskyldan bjargaði hrafnsunga eftir að laupurinn, sem hann var í fauk úr tré í miklu roki. Unginn hefur það gott innan um hænurnar á heimilinu en stefnt er að því að sleppa honum um leið og hann verður fleygur.

Að vera sauðfjárbóndi er best í heimi

Íslensku sauðkindinni er gert hátt undir höfði á eina Sauðfjársetri landsins, sem er í Sævangi við Steingrímsfjörð. Sauðfjárbóndi á Suðurlandi segir það að vera fjárbóndi sé það er bara best í heimi. Magnús Hlynur fræddi okkur um allt það helsta um sauðfjárrækt og stemminguna í kringum kindurnar í þætti sínum „Mig langar að vita“ á Stöð 2 í kvöld.

Með 40 þúsund kjúklinga í ræktun í Flóanum

„Það er bara að sofa, drekka, borða og leika sér“, segir kjúklingabóndi í Flóahreppi, sem lýsir áhyggjulausi lífi kjúklinga á bænum, sem fá bara að lifa í fimm vikur. Velferð fuglanna er alltaf númer eitt, tvö og þrjú á búinu á þessum stutta líftíma þeirra.

Silver Cross barnavagnar til sýnis á Skagaströnd

Þrettán Silver Cross barnavagnar eru nú til sýnis á Skagaströnd en kona á staðnum hefur safnað vögnunum saman og skrifað sögu hvers og eins. Hún segir glæsileikann verða merkilegast við Silver Cross vagna.

Alþjóðleg drengjakórahátíð á Íslandi í fyrsta sinn

Þessa dagana fer alþjóðlega drengjakórahátíðin „The Boys are Singing“ fram á Íslandi í fyrsta sinn. Á hátíðinni tekur Drengjakór Reykjavíkur á móti „Sofia Boys Choir“ frá Búlgaríu sem er meðal virtustu drengjakóra Evrópu. Drengjakór Reykjavíkur skipa um 20 drengir á aldrinum 8-15 ára sem syngja fjölbreytta tónlist af ýmsum toga, trúarlega og veraldlega, gamla og nýja.

Mikil ánægja með Stekkjaskóla á Selfossi

Borðaklipping fór fram á Selfossi þegar nýjasti grunnskólinn í Árborg, Stekkjaskóli var formlega vígður. Skólinn er í dag í fjögur þúsund fermetra byggingu og það er strax byrjað að byggja við hann fjögur þúsund fermetra í viðbót vegna mikillar fjölgun skólabarna á Selfossi.

Spenna magnast vegna Prjónagleðinnar á Blönduósi

Mikil spenna og eftirvænting er á Blönduósi fyrir Prjónahátíð, sem haldin verður þar aðra helgina í júní þar sem prjónafólk af öllu landinu mun sameinast til að prjóna og miðla prjónasögum. Sveitarstjóri Húnabyggðar hefur skráð sig á námskeiðið „Karlar prjóna“ á hátíðinni.

Skólastjóri og mótorhjólatöffari í Hafnarfirði

Hann er ekki bara skólastjóri Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og annar af „Hundur í óskilum“ því hann er líka mótorhjóla töffari og elskar stangaveiði og fluguveiði. Hér erum við að tala um Eirík Stephensen, sem var gestur Magnúsar Hlyns í þættinum „Mig langar að vita“ á Stöð 2 í kvöld.

Byggðasafn Árnesinga á Eyrarbakka verður 70 ára 1. júní

Þann 1. júní næstkomandi eru liðinn 70 ár síðan farið var að skrá gripi til Byggðasafns Árnesinga og safn varð til. Það var Skúli Helgason frá Svínavatni sá um söfnunina og mótaði grunnsýningu safnsins sem var til 1995 á Selfossi en síðan í Húsinu á Eyrarbakka. Í aðfangabók Skúla eru fyrstu gripirnir skráðir 1. júní 1953 þegar hann tók við munum frá Arnarstöðum í Flóa. Stöðug söfnun hefur verið við safnið síðan og nálgast skráðir gripir á áttunda þúsund með undirsöfnum.

Sjá meira