Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur flytur fréttir fyrir Stöð 2, Vísi og Bylgjuna. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Tónlist fyrir óvær börn á nýrri plötu

Það stendur mikið til á Hellu og á Hvolsvelli á næstunni því þar á að halda tónleika, sem kallast “Hjartans mál”. Tónlistarfólkið verður allt í náttfötum og salirnir verða myrkvaðir og allt verður þakið í mottum, teppum og pullum fyrir tónleikagesti.

Efna til „klóru­mynda­sam­keppni” í til­efni af degi ís­lenska hestsins

Alþjóðlegum degi íslenska hestsins verður fagnað 1. maí næstkomandi en þá verður meðal annars haldið upp á daginn í Nýja Sjálandi og Ástralíu og að sjálfsögðu á Íslandi. Í tilefni dagsins hefur Íslandsstofa efnt til „klórumyndasamkeppni” enda finnst hestum einstaklega gott að láta klóra sér.

Mikil uppbygging á döfinni í eina Garðyrkjuskóla landsins

Ráðherra menntamála boðar mikla uppbyggingu í eina Garðyrkjuskóla landsins, sem er til húsa á Reykjum í Ölfusi. Mikill áhugi er á námi í skólanum en hann fór frá Landbúnaðarháskóla Íslands undir Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi 1. ágúst síðastliðinn.

Formaður Bændasamtakanna vill færanlegan brennslubúnað

Formaður Bændasamtakanna segir að allt í kringum riðuna í sauðfé á bænum Syðri - Urriðaá í Miðfirði og umræðuna um urðun fjárins hafi verið klaufaleg. Hann vill að keyptur verði færanlegur brennslubúnaður til að bregðast við aðstæðum eins og í Miðfirði.

Óskar hefur sungið í fjögur þúsund jarðarförum

Gamlir bílar og gömul bílnúmer eru honum hugleikinn, svo ekki sé talað um sönginn en hann hefur sungið í um fjögur þúsund jarðarförum. Hér erum við að tala um Álftagerðisbróðurinn Óskar Pétursson, sem Magnús Hlynur heimsótti í þætti sínum, „Mig langar að vita“ í hér á Stöð 2 í kvöld.

Forseti Íslands ræddi um bómullarforeldra

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræddi um snjóruðningsforeldra, þyrluforeldra og Excel-foreldra, sem saman mynda bómullarforeldra, þegar hann ávarpaði nemendur og gesti á 70 ára afmæli Menntaskólans að Laugarvatni í vikunni.

Sjö egg í laup krummapars á Selfossi

Enn og aftur hafa hrafnarnir Hrefna og Hrafn gert sér laup við verslun Byko á Selfossi og þar er Hrefna búin að verpa sjö eggjum. En þetta er ekki eini laupurinn á Selfossi.

85 gráðu heitt vatn fannst á Selfossi

Selfyssingar duttu í lukkupottinn í vikunni þegar það fannst mikið af heitu vatni eftir borun á bökkum Ölfusár. Um er að ræða 30 sekúndu lítra af 85 gráðu heitu vatni á níu hundruð metra dýpi.

Mikil ánægja með hælisleitendur á Laugarvatni

Mikil ánægja er hjá heimamönnum á Laugarvatni með þá sextíu hælisleitendur, sem dvelja nú tímabundið á heimavist á Laugarvatni. Sumt af fólkinu er farið að vinna sjálfboðavinnu á staðnum eða láta gott af sér leiða á annan hátt á meðan það bíður niðurstöðu sinna mála.

Sjá meira