Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur flytur fréttir fyrir Stöð 2, Vísi og Bylgjuna. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sundhöll Selfoss opnar í fyrsta lagi í næstu viku

Selfyssingar eru orðnir mjög óþreyjufullir eftir að útilaugin og heitu pottarnir í Sundhöll Selfoss opni aftur en þar hefur verið lokað í að verða mánuði vegna skorts á heitu vatni. Verði áfram frosthörkur eða einhverjar bilanir komi upp gæti þurft að loka íþróttahúsunum og skólum líka í bæjarfélaginu.

Frá­bær fim­leika­að­staða á Egils­stöðum

Fimleikar eru sú íþróttagrein á Egilsstöðum og nágrenni, sem hefur slegið hvað mest í gegn á svæðinu en nú eru um fjögur hundruð börn og unglingar að æfa fimleika hjá Hetti. „Fimleikar eru geggjaðir“, segir formaður Fimleikadeildar Hattar.

„Þau þurftu að skapa sér allt úr því sem þau höfðu hér“

Námið í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað var fyrst til að byrja með tveggja vetra nám í húsmóðurfræðum en þó með mesta áherslu á fög eins og íslensku, dönsku,stærðfræði og matarefnafræði. Einnig var súrkálsgerð kennd. Stúlkur fengu eingöngu inngöngu í skólann á fyrstu árum hans.

Mikil tilhlökkun fyrir nýjum miðbæ á Höfn

Mikil eftirvænting er hjá íbúum á Höfn í Hornafirði fyrir nýjum miðbæ, sem er nú búið að teikna upp og er verið að undirbúa að byggja. Nýi miðbærinn verður í gömlum stíl líkt og miðbærinn á Selfossi.

Mikil ánægja með heimsókn Geðlestarinnar í Flóaskóla

Geðlestin hefur nú lokið heimsóknum sínum í grunn- og framhaldsskóla landsins en alls voru 174 skólar heimsóttir. Tilgangur heimsóknanna var að kynna mikilvægi þess að leggja stund á geðrækt frá fæðingu og út allt lífið.

Málar á gömul gluggatjöld á Seyðisfirði sem heilla þjófa

Listamaðurinn „Tóti Ripper” eins og hann kallar sig á Seyðisfirði kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að mála því hann málar myndirnar sínar á gömul gluggatjöld þegar hann hefur ekki efni á því að kaupa striga.

Rúmlega tvö þúsund sæðisskammtar úr Fróða

Hrúturinn Fróði frá Bjargi í Miðfirði var vinsælasti hrúturinn á Sauðfjársæðingastöð Suðurlands yfir fengitímann, sem var að ljúka. Sæði úr Fróða var sent í rúmlega tvö þúsund ær.

Sjá meira