„Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Samfylkingarinnar, segir Guðlaug Þór Þórðarson, þingmann Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, hafa verið rassskelltan af Helga Seljan í viðtali um stöðu aðildarumsóknar Íslands að ESB. 30.7.2025 19:06
„Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Fyrrverandi formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir Heimildina stunda „einhliða og einstaklega rætna herferð“ gegn íslenskri ferðaþjónustu og þeim sem reka ferðaþjónustufyrirtæki. Um sé að ræða lélega blaðamennsku sem byggi á upphrópunum, smellibeitu og „djúpstæðu hatri á atvinnulífinu“. 30.7.2025 18:08
Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Ísland og Palestína hafa gert samstarfssamkomulag sín á milli í kjölfar viljayfirlýsingar fjölda ríkja þar sem Ísrael er hvatt til að samþykkja tveggja ríkja lausnina og kallað er eftir afvopnun Hamas. 30.7.2025 00:04
Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Evrópusambandið, Arababandalagið og sautján aðrar þjóðir hafa skrifað undir yfirlýsingu þar sem Ísrael er hvatt til að samþykkja tveggja ríkja lausnina og kallað er eftir því að Hamas leggi niður vopn sín og láti af stjórn Gasa. Utanríkisráðherra Íslands skrifaði jafnframt undir samstarfssamkomulag milli Íslands og Palestínu. 29.7.2025 23:57
„Hann stal henni“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Jeffrey Epstein hafa „stolið“ Virginiu Giuffre úr starfi hennar í heilsulind sveitaklúbbs Trump í Mar-a-Lago í Flórída. Trump segist hafa slitið sambandi sínu við Epstein sökum þessa. 29.7.2025 22:44
Katrín Edda selur í Hlíðunum Katrín Edda Þorsteinsdóttir, áhrifavaldur og vélaverkfræðingur, hefur sett 83 fermetra íbúð sína í Stigahlíð 34 á sölu en ásett verð er 68,5 milljónir. 29.7.2025 21:09
Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Auglýsingaherferð fatamerkisins American Eagle með leikkonunni Sydney Sweeney hefur verið gagnrýnd fyrir að innihalda rasíska undirtóna og ýja að kynbótastefnu með orðagríni um góð gen. 29.7.2025 19:14
Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Ríkisstjórn Donalds Trump hefur ítrekað gerst sek um að dreifa gervigreindarmyndum og myndböndum frá því hann tók við embætti. Nú er í dreifingu fölsuð upptaka af handtöku Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem Trump segir að hafi framið landráð 2016. 27.7.2025 14:10
Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Erlendur ferðamaður, sem sóttur var á Hrafntinnusker við Laugaveginn upp úr þrjú síðdegis í gær, var úrskurðaður látinn á vettvangi eftir tilraunir til endurlífgunar. 27.7.2025 12:48
Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á fyrsta forgangi vegna alvarlegs slyss í Silfru á Þingvöllum um tíuleytið. Um meðvitundarlausan einstakling var að ræða sem búið er að flytja á sjúkrahús. 27.7.2025 12:17