Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir mætti á þrjú þorrablót á síðustu átta dögum sem er eftirtektarverð mæting. Áslaug er sögð munu tilkynna framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins á morgun. 26.1.2025 00:06
Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Vesturbæjarlaug hefur verið lokað tímabundið þar sem öryggisbúnaður virkar ekki vegna netbilunar. Ekki liggur fyrir hvenær laugin verður opnuð á ný. 25.1.2025 22:56
Bellingham kominn með bandaríska kærustu Enski fótboltamaðurinn Jude Bellingham virðist vera kominn með nýja kærustu, bandarískan áhrifavald Ashlyn Castro að nafni, sem er sex árum eldri en kappinn. 25.1.2025 22:25
Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Paul Reubens, sem er þekktastur fyrir að leika Pee-wee Herman, hefur komið út úr skápnum í nýrri heimildamynd um líf leikarans sem lést fyrir tveimur árum síðan. 25.1.2025 21:43
Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Vinir og fjölskylda Ásgeirs H. Ingólfssonar, skálds og blaðamanns, komu saman á svokallaðri Lífskviðu í Kjarnaskógi í dag. 25.1.2025 20:36
Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Fjölskyldur fjögurra kvenna sem sleppt var úr haldi Hamas í dag fögnuðu ákaft og brustu í grát þegar konurnar komu loks heim. Ísraelsmenn saka Hamas um brot á vopnahléssamkomulagi en slepptu þó tvö hundruð Palestínumönnum úr fangelsi. 25.1.2025 19:38
Sjónvarpsbarn komið í heiminn Laura Woods, kynnir hjá TNT Sports og Adam Collard, raunveruleikastjarna, eignuðust sitt fyrsta barn á laugardag. 25.1.2025 18:08
Marilyn Manson verður ekki ákærður Marilyn Manson verður ekki ákærður en rannsókn á ásökunum á hendur honum um kynferðis- og heimilisofbeldi hefur staðið yfir frá 2021. 25.1.2025 00:00
Stærsta þorrablót landsins Kópavogsbúar héldu stærsta þorrablót landsins í Kórnum í kvöld og mættu um 2.500 manns. Fyrir blótið safnaðist fólk saman í liggur við öðru hverju húsi til að lífga upp á mánuðinn. 24.1.2025 23:16
Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Yfirkennari í Myndlistarskólanum í Reykjavík segir Listaháskóla Íslands útiloka fólk með þroskahömlun um leið og hann stærir sig af því að bjóða öll velkomin. Rektor LHÍ segir nemendur með þroskahömlun svo sannarlega geta komist inn í skólann og stór skref hafi verið stigin í átt að aukinni inngildingu með nýrri stefnu. 24.1.2025 22:32