Svöruðu kallinu og skjótast með atkvæði til „Sunny Kef“ Hvunndagshetjan Sverrir Helgason og hans föruneyti svöruðu ákalli sem komið var á framfæri á Twitter en koma þurfti einu utankjörfundaratkvæði frá Reykjavík til Reykjanesbæjar. 14.5.2022 21:56
Oddviti H-listans í skýjunum með söguleg úrslit Niðurstöður kosninganna á Svalbarðshreppi og Langanesbyggðar liggja fyrir en H-listi Betri byggðar hlaut 204 atkvæði (58,9%) en L-listi Framtíðarlistans 142 atkvæði (41,1%) 14.5.2022 21:22
Skipulagsmál efst í huga borgarbúa fyrir kosningar Skipulagsmál vega þyngst í huga Reykvíkinga í kosningunum samkvæmt nýrri þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar. Í samanburði við önnur sveitarfélög eru þeir óánægðastir með þjónustu sveitarfélagsins. Á landsbyggðinni eru atvinnumálin aftur á móti efst í huga kjósenda. 13.5.2022 13:33
Andstaðan við borgarlínu mest hjá eldri karlmönnum Ríflega 46% borgarbúa eru ýmist mjög eða frekar hlynnt borgarlínu og flestir treysta Samfylkingunni til að halda utan um samgöngumálin í borginni. Tæp 32% eru aftur á móti frekar eða mjög andvíg borgarlínu. Flestir sem setja sig upp á móti henni eru eldri karlmenn og íbúar austan Elliðaáa. 12.5.2022 12:07
Aron notar rödd „Karls“ til að tjá sig á hverjum degi Hinn níu ára gamli Aron Gauti Arnarsson er með fjórlömun, sem er tegund af Cerebral Palsy, sem er algengasta tegund hreyfihömlunar barna. Móðir hans segist hafa mikla trú á íslenskum leikjaiðnaði og veðjar á að lausnir á því sviði muni koma til með að bæta líf barna með fötlun til muna. 11.5.2022 13:17
„Þetta er óásættanleg staða og mjög alvarleg“ Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að það sé óásættanlegt og mjög alvarlegt að í dag sé ekki hægt að manna þyrlu Landhelgisgæslunnar fyrir bráðaútköll en á tólfta tímanum í dag þurfti að flytja alvarlega slasaðan ökumann landleiðina því ekki tókst að leysa af veikan flugstjóra. Útlit sé fyrir að ekki muni rætast úr mönnunarstöðu hjá gæslunni fyrr en í fyrramálið. 10.5.2022 16:59
Reynt að koma á sáttum í Flensborg Skólameistari í Flensborg segir að verið sé að stíga fyrstu skrefin í að ná sáttum eftir að ofbeldismál skók nemendahópinn í marsmánuði. Hún segir að það kunni að vera að það hafi ekki komist nægilega vel til skila til nemenda að sannarlega væri verið að vinna í málinu. 10.5.2022 12:49
Nick Cave missir annan son Ástralska fyrirsætan Jethro Lazenby er látinn þrjátíu og eins árs að aldri. Hann hafði nýlega losnað úr fangelsi eftir að hafa setið inni fyrir ofbeldisbrot gegn móður sinni, Beau Lazenby. Dánarorsök liggur ekki fyrir að svo stöddu. 9.5.2022 17:12
Ekki vanhæfur þrátt fyrir „óviðeigandi“ ummæli Þrátt fyrir að tvenn ummæli staðgengils lögreglustjórans á Norðurlandi eystra í garð fjölmiðlafólks séu talin óheppileg og óviðeigandi er hann ekki vanhæfur til að fara með rannsókn á meintu broti gegn friðhelgi Páls Steingrímssonar skipstjóra. 9.5.2022 13:08
Óskað eftir stuðningi íslensku þjóðarinnar Undirskriftasöfnun er farin af stað þar sem skorað er á íslensk stjórnvöld gefi hinum hvítrússnesku Alinu Kolyuzhnaya og Dariu Novitskaya leyfi til að dvelja áfram á Íslandi. 8.5.2022 15:36