Fréttamaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sebastian Stan mun leika Donald Trump

Bandaríski leikarinn Sebastian Stan mun fara með hlutverk Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í væntanlegri ævisögumynd um milljarðamæringinn. Myndin mun bera heitið The Apprentice, í höfuðið á raunveruleikaþáttum forsetans fyrrverandi.

„Fólk er bara sjúkt í stress!“

Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir ætlar að ræða stress og allt sem því fylgir í gamanleiksýningu í Þjóðleikhúsinu. Hún ætlaði bara að halda eina sýningu en hefur orðið að fjölga sýningum, svo mikil er eftirspurn eftir miðum.

Grindavíkurhöfn dýpri og mikill hugur í hafnarstjóranum

Grindavíkurhöfn hefur dýpkað eftir jarðhræringar undanfarinna vikna. Bryggjurnar hafa sigið um tuttugu til þrjátíu sentímetra. Hafnarstjóri segir höfnina geta verið viðkvæmari fyrir flóðum en segir dýpkunina líka hafa ýmsa kosti í för með sér. Tekið verður á móti fyrsta skipi til löndunar síðan að bærinn var rýmdur á morgun.

Flogið dag­lega til Eyja á meðan Herjólfur er í slipp

Icelandair mun fljúga daglega til Vestmannaeyja á meðan Herjólfur fer í slipp. Gerður hefur verið samningur við Vegagerðina þess efnis. Gert er ráð fyrir því að Herjólfur sigli að nýju til Eyja um miðja næsta viku.

Fjölskyldumeðlimirnir nefndir á nafn í Hollandi

Ný bók breska rithöfundarins Omid Scobie um konungsfjölskylduna hefur verið fjarlægð úr hillum bókaverslanna í Hollandi vegna fregna af því að í bókinni leynist nafn tveggja manneskja sem sagðar eru hafa lýst áhyggjum af húðlit sonar þeirra Meghan og Harry.

Fólk sem hýsi drengina megi búast við kæru

Leifur Runólfsson, lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur segir að mikilvægt sé að drengirnir þeirra finnist sem fyrst. Í yfirlýsingu biðlar hann til almennings sem kunni að hafa vitneskju um þá að hafa samband við lögreglu.

Lokuðu Grafarvogslaug um stund vegna bilunar

Loka þurfti Grafarvogslaug um stund í morgun vegna bilunar hjá Veitum. Lokunin varði í rúma klukkustund en laugin er nú opin. Heitavatnslaust er í hluta Hamrahverfis.

Sjá meira