Fá ekki markaðsleyfi fyrir hliðstæðu Stelara að svo stöddu Íslenska líftæknilyfjafélagið Alvotech segir að Lyfja-og matvælaeftirlit Bandaríkjanna muni ekki afgreiða umsókn Alvotech um markaðsleyfi fyrir AVT04 (ustekinumab), fyrirhugaða líftæknilyfjahliðstæðu við Stelara að svo stöddu. 12.10.2023 08:28
Björgunarsveitir kallaðar út vegna fastra bíla Fjöldi bíla er fastur í Hveradalabrekku á Suðurlandsvegi og í Þrengslum vegna færðar. Björgunarsveitir á Suðurlandi eru á leið á vettvang. 12.10.2023 08:10
Vetrarfærð víða og snjór í efri byggðum Vetrarfærð er nú víðsvegar um landið og nokkuð hefur snjóað í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins í nótt og einnig á Hellisheiði. 12.10.2023 07:19
Blæs á gagnrýni á efnistök heimildarmyndar um hrunið Efnistök heimildarmyndar um bankahrunið, Baráttan um Ísland, hafa verið harðlega gagnrýnd af fólki sem kom að gerð myndarinnar á fyrri stigum framleiðslu. Leikstjóri myndarinnar og upprunalegur framleiðandi segir að markmiðið hafi alltaf verið að beina sjónum að bankafólki sem hafi staðið í stafni þegar hrunið varð sem og að eftirmálum þess. 12.10.2023 06:46
Eldur í bíl og Hvalfjarðargöng lokuð Umferðaróhapp varð í Hvalfjarðargöngum á fjórða tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá sjónarvotti beinir lögregla umferð í Hvalfjörðinn. 11.10.2023 16:26
Kanna fýsileika jarðganga til Vestmannaeyja Innviðaráðherra hefur skipað starfshóp um könnun á fýsileika jarðganga á milli lands og Vestmannaeyja. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 11.10.2023 12:54
Arion hækkar ýmist eða lækkar vexti Arion banki hækkar ýmist eða lækkar inn-og útlánavexti sína í dag, í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans um óbreytta stýrivexti. 11.10.2023 10:39
Formaður húsfélagsins fær nagladekkjabanninu hnekkt Ákvörðun húsfélags í fjölbýlishúsi um að banna notkun nagladekkja í bílageymslu sinni er ólögmæt, að mati kærunefndar húsamála. Nefndin telur ekki unnt að banna slíkt nema samþykki allra eigenda komi til. 11.10.2023 10:28
Hlaðvarpsstjarna til Heimkaupa Birkir Karl Sigurðsson hefur tekið við sem forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Heimkaup. Þetta kemur fram í tilkynningu. 11.10.2023 09:02
Skammaðist sín fyrir mömmu sína og upplifði sig eina Sigríður Gísladóttir, formaður Geðhjálpar og framkvæmdastjóri Okkar heims, segist hafa skammast sín fyrir andleg veikindi móður sinnar þegar hún var lítil. Hún segir börn upplifa sig ein í slíkum aðstæðum þó rannsóknir sýni að fimmta hvert barn sé í slíkum aðstæðum. 11.10.2023 07:00