Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir fyrstu tölur alls engin vonbrigði, þrátt fyrir að Samfylkingin sé að mælast með meira fylgi en hans flokkur á þessari stundu. Hann segist fyrst og fremst vera raunsær og segir tölurnar gefa til kynna hægribylgju. 30.11.2024 23:39
Glaður maður en býst við batnandi tölum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segist vera himinlifandi með fyrstu tölur sem hafa birst í kvöld en Kristín Ólafsdóttir fréttakona tók hann tali á kosningavöku Miðflokksins Hann segist þó geta búist við batnandi tölum þegar menn nái að ryðjast í gegnum snjóskaflana í Norðausturkjördæmi. 30.11.2024 23:29
Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar var í banastuði þegar Margrét Helga Erlingsdóttir fréttakona náði af henni tali á kosningavöku Viðreisnar á Hótel Borg í kvöld. Hún sagði Viðreisn klára í ríkisstjórn og kom fram að hún hefði skipað sínu fólki að tala ekki um aðra flokka á lokametrum kosningabaráttunnar. 30.11.2024 23:01
Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna segist löngu hætt að vera stressuð fyrir kvöldinu. Hún segist finna það hjá kjósendum að margir hafi ákveðið að kjósa flokkinn, jafnvel á allra síðustu stundu í kjörklefanum. 30.11.2024 22:40
Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Það var sannkallaður El Classico í Kosningakvissi hjá Birni Braga þegar Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn mættust. Vel fór á með liðunum í æsispennandi keppni. 30.11.2024 22:13
Sigmundur taki stríðnina alla leið Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, systir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, kíkti í settið til Sindra Sindrasonar í kosningasjónvarpi Stöðvar 2. Hún segir bróður sinn hafa verið brjálæðislega stríðinn í æsku og er bjartsýn á gengi flokksins í kvöld en Nanna skipar jafnframt 2. sætið í Kraganum fyrir flokkinn. 30.11.2024 21:49
Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Sjónvarpskonan Birna María Másdóttir betur þekkt sem Bibba fór á stjá í vikunni og kannaði stemninguna hjá stjórnmálaflokkunum á kosningamiðstöðvum þeirra. Innslagið var sýnt í kosningasjónvarpi Stöðvar 2. 30.11.2024 21:23
Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Píratar og Miðflokksmenn tókust á um Eurovision og Næturvaktina í kosningakvissi Björns Braga. Þar greindi liðin meðal annars á um keppnisandann í æsispennandi keppni. 30.11.2024 20:37
Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Fulltrúar Viðreisnar og VG mættust í sérlegu Kosningakvissi Björns Braga í kosningasjónvarpi Stöðvar 2. Um æsispennandi keppni var að ræða þar sem myndagáta réði úrslitum. 30.11.2024 20:14
Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Fréttatíunni til þess að komast að því. Sem fyrr er aðeins montréttur að launum fyrir góða frammistöðu. 30.11.2024 07:01