Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskiptagreining Landsvirkjunar stendur fyrir opnum fundi í Grósku í dag, föstudag, klukkan níu. Fundurinn ber yfirskriftina Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Hægt er að fylgjast með fundinum í beinu streymi í fréttinni. 3.10.2025 08:31
Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Rík leiðbeiningarskylda hvílir á Útlendingastofnun og er henni sinnt gagnvart umsækjendum um alþjóðlega vernd í viðtölum, með aðstoð túlks, og í ákvörðunum stofnunarinnar. Lögmaður segir alveg ljóst að starfsmenn Útlendingastofnunar gæti ekki hagsmuna umsækjenda umfram þess sem krafist sé af þeim, honum hafi verið bent á að skjólstæðingur hans gæti búið með eiginkonunni og syninum í Venesúela. 3.10.2025 07:03
Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Níu af hverjum tíu ríkisstofnunum greiða starfsfólki svokallaða fasta yfirvinnu, það er laun fyrir ótímamælda yfirvinnu. Þá er slíkt fyrirkomulag algengast hjá ráðuneytum og stjórnsýslustofnunum. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Viðskiptaráðs sem telur tímabært að taka á fyrirkomulaginu og greiða einungis fyrir tímamælda yfirvinnu. 3.10.2025 06:02
Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Lögreglan í Manchester borg á Bretlandi hefur skilgreint mannskæða árás í bænahúsi gyðinga þar í borg sem hryðjuverk. Þá hafa tveir verið handteknir vegna málsins. Um var að ræða hnífaárás. 2.10.2025 14:41
Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Tvær hraðamyndavélar verða teknar í notkun á Þingvallavegi austan þjónustumiðstöðvar á morgun, þann 3. október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni þar sem segir að markmiðið sé að auka umferðaröryggi. 2.10.2025 13:47
Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Greiningardeild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd muni halda stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Nefndin mun kynna vaxtaákvörðun sína á miðvikudag í næstu viku, þann 8. október. 2.10.2025 12:31
Styttist í lok rannsóknar Það styttist í að lögregla ljúki rannsókn á máli þar sem kona er grunuð um að hafa banað eiginmanni sínum og dóttur á Edition. Konan gengur laus en er í farbanni til 27. nóvember. 2.10.2025 11:36
Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Jarðskjálftahrina hófst við Grjótárvatn á Mýrum á Vesturlandi, norður af Borgarnesi rétt fyrir klukkan fjögur í nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Svæðið er hluti af Ljósufjallakerfinu. 2.10.2025 09:07
ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Breytingar á fiskbúðingnum frá ORA hafa vakið gríðarlega athygli á samfélagsmiðlum. Framkvæmdastjóri segir aðdáendur þessara sögufræga réttar ekki þurfa að örvænta, menn hjá ORA hafi gert tímabundnar tilraunir við eldun búðingsins sem nú hefur verið hætt. 2.10.2025 07:03
Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Íbúar við Grettisgötu í Reykjavík hafa hrundið af stað undirskriftarsöfnun þar sem þeir krefjast þess að framkvæmdir í götunni verði stöðvaðar og verkið endurskipulagt. Verkið hófst í apríl og átti að vera lokið í júní en nú er útlit fyrir að það standi út október. Íbúi segir borgina hafi látið vera að svara athugasemdum. 2.10.2025 06:00