Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur segist fagna því að varaforseti Bandaríkjanna hafi tekið það skýrt fram í ræðu sinni á Grænlandi að Bandaríkin virði sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga. Hún segir ummæli hans í garð dönsku þjóðarinnar ósanngjörn. 28.3.2025 23:25
Á annað hundrað látnir í Mjanmar Að minnsta kosti 144 eru látnir og 732 særðir eftir að jarðskjálftar af stærðinni 7,7 og 6,4 riðu yfir Mjanmar í morgun. Níu hið minnsta eru látnir í nágrannaríkinu Taílandi og í höfuðborg þess Bangkok hrundi háhýsi í byggingu. 28.3.2025 22:07
Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Formaður utanríkisnefndar Alþingis segir stefna íslenskra stjórnvalda þegar kemur að ítrekuðum hótunum Bandaríkjaforseta um innlimun Grænlands skýra. Ekkert um Grænlendinga án Grænlendinga. Ísland eigi allt sitt undir að sjálfsákvörðunarréttur ríkja sé virtur. 28.3.2025 21:17
RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur gefið út leiðréttingu vegna umfjöllunar Spegilsins um mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur. 28.3.2025 20:21
Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Brunavörnum Suðurnesja barst tilkynning um eld í gömlu sundhöllinni í Keflavík. 28.3.2025 19:54
„Það er skítkalt hérna“ Varaforseti Bandaríkjanna lenti fyrr í dag á Pituffik-herstöðinni á norðvestanverðu Grænlandi. Hann hafði orð á því að það væri „skítkalt“ þarna. 28.3.2025 18:49
Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við um gríðarstóran og mannskæðan jarðskjálfta sem reið yfir Mjanmar í dag, og hafði áhrif langt út fyrir landamæri landsins, meðal annars með þeim afleiðingum að háhýsi hrundi í Taílandi og tuga er saknað. 28.3.2025 17:42
Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Karl III Bretakonungur var lagður inn á sjúkrahús í dag vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar. Hann var útskrifaður stuttu seinna. 27.3.2025 22:03
Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Viðræðum um myndun meirihluta á grænlenska þinginu er lokið og koma fjórir fimm flokkanna á þinginu að nýrri ríkisstjórn. Til stendur að undirrita stjórnarsáttmála í hádeginu á morgun. 27.3.2025 20:13
Gengur þreyttur en stoltur frá borði Magnús Karl Magnússon beið nauman ósigur í seinni umferð rektorskjörs Háskóla Íslands í dag. Hann óskar nýkjörnum rektor til hamingju og segist ganga þreyttur en sáttur frá borði. 27.3.2025 19:24