Fréttamaður

Rafn Ágúst Ragnarsson

Rafn Ágúst er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Banda­rískur kjarnorkukafbátur í heim­sókn

Kjarnorkuknúinn bandarískur kafbátur verður í þjónustuheimsókn í íslensku landhelginni í dag og næstu daga þar sem fram fara áhafnaskipti og önnur þjónusta við kafbátinn.

For­menn þing­flokka halda spilunum þétt að sér

Þinglok eru hvergi í augsýn og þingflokksformenn halda spilunum þétt að sér. Þeir funda með forseta Alþingis áður en þingfundur hefst klukkan tíu en eina málið á dagskrá er veiðigjaldafrumvarpið.

Líkir tilætlunum Musk við lestar­slys

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir tilætlanir Elons Musk, auðkýfings og „niðurskurðarkeisara,“ um að stofna nýjan stjórnmálaflokk fáránlegar. Hann líkir því jafnframt að það að fylgjast með athöfnum þessa fyrrum samstarfsfélaga við að horfa á lestarslys í beinni útsendingu.

Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suður­landi

Skjálfti af stærðinni 3,4 mældist snemma í morgun um 11,1 kílómetra austsuðaustur af Árnesi, nálægt Leirubakka í Landsveit. Skjálftinn mældist þegar klukkuna vantaði tuttugu mínútur í fimm.

Á níunda tug látin í hamfaraflóðum

Tala látinna í hamfaraflóðum sem dunið hafa á Texas-ríki undanfarna eftir mikla og skyndilega vatnavexti hefur náð 81. Fleiri tuga manns er enn saknað og björgunarsveitir og aðrir viðbragðsaðilar standa í ströngu við að finna týnda ástvini.

Hiti nær 22 stigum fyrir austan

Nú í morgunsárið er hæðarhryggur yfir landinu. Hægur vindur um mest allt land og yfirleitt bjart. Á Höfuðborgarsvæðinu eru enn þokuský á sveimi, en nú þegar sólin byrjar að skína hverfur þar fljótlega á brott. Hiti nær allt að 22 stigum og hlýjast er austanlands.

Leggja til 80 milljónum ár­lega í nýja lík­brennslu

Dómsmálaráðherra og Kirkjugarðar Reykjavíkur hafa undirritað viljayfirlýsingu um fjárframlag til uppbyggingar nýrrar líkbrennslu í Gufuneskirkjugarði. Ríkissjóður leggur fram 80 milljónir króna árlega í tólf ár til að standa undir stofnkostnaði nýrrar líkbrennslu.

Ní­tján ára ferða­maður fannst látinn

Nítján ára ferðamaður fannst látinn við Svínafell síðastliðið föstudagskvöld. Hópur ferðamanna óskaði eftir aðstoðar lögreglunnar við leit að manninum unga sem hafði lagt af stað í göngu og ekki komið til baka innan eðlilegra tímamarka.

Málþófið endur­spegli ráða­leysi minni­hlutans gagn­vart sam­stíga stjórn

Þingmenn stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar tókust á í Sprengisandi í dag en til umræðu var þráteflið á þinginu sem engan enda virðist ætla að taka. Enn eru engir þinglokasamningar í höfn og er helsti ásteytingarsteinninn veiðigjaldafrumvarpið svokallaða. Stjórnarandstaðan hefur heitið því að málþæfa því þangað til að það verði tekið af dagskrá.

Sjá meira